Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 09:30 Lionel Messi og Yerry Mina lenti saman í leiknum eins og sjá má hér. Getty/MB Media Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum. Argentína Copa América Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum.
Argentína Copa América Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira