UEFA kærir Englendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 11:32 Kasper Schmeichel ræðir málin við hollenska dómarann Danny Makkelie í undanúrslitaleiknum á Wembley í gær. EPA-EFE/Andy Rain Enska landsliðið er komið í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár en það lítur út fyrir að hegðun stuðningsmanna liðsins á Wembley í gær kalli á aðgerðir og refsingar frá yfirvöldum evrópska fótboltans. England vann 2-1 sigur á Danmörku í undanúrslitaleiknum og mætir Ítölum á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli enska landsliðsins, Wembley, og fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna enska liðsins. Uefa has charged England after a laser pointer was directed at Denmark goalkeeper Kasper Schmeichel during Wednesday's #Euro2020 semi-final. #bbceuro2020 #ENG— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021 Það voru einhverjir svartir sauðir meðal áhorfenda í gær og hefur eitt atvik vakið hneykslan hjá mörgum. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað í dag að taka á því máli. UEFA hefur ákveðið að kæra enska knattspyrnusambandið fyrir notkun leysigeisla á leiknum í gær. UEFA sendi frá sér fréttatilkynningu í dag í kjölfar þess að fjölmiðlar voru farnir að fjalla um leysigeislann sem var beint að höfði Kaspers Schmeichel, markvarðar danska landsliðsins. #ENG charged by UEFA over fan directing laser pen at Schmeichel, flares and disturbance during national anthem. #EURO2020 pic.twitter.com/yNxZwO7TWM— Henry Winter (@henrywinter) July 8, 2021 Atvikið gerðist í umdeildri vítaspyrnu sem Englendingar fengu í framlengingunni. Kasper Schmeichel varði vítið en Harry Kane skoraði úr frákastinu. Myndir sýna greinilega þegar leysigeisla er beint framan í andlit Schmeichel. NEWS | #ENG have been charged by UEFA after a laser pointer was directed at Kasper Schmeichel during the win over #DEN. https://t.co/8AVjnA2ZjX— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 8, 2021 Englendingar eiga líka á hættu að vera refsað fyrir aðra slæma hegðun áhorfenda á leiknum eins og þegar þeir bauluðu á þjóðsögn Dana sem og fyrir ólöglega notkun blysa. Samkvæmt heimildum The Athletic þá mun enska sambandið væntanlega fá átta þúsund evru sekt fyrir leysigeislann og fimm hundruð evru sekt fyrir hvert blys eða flugeld. Átta þúsund evrur eru meira en 1,1 milljón íslenskra króna og 500 evrur eru rúmlega 73 þúsund íslenskar krónur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
England vann 2-1 sigur á Danmörku í undanúrslitaleiknum og mætir Ítölum á sunnudagskvöldið. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli enska landsliðsins, Wembley, og fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna enska liðsins. Uefa has charged England after a laser pointer was directed at Denmark goalkeeper Kasper Schmeichel during Wednesday's #Euro2020 semi-final. #bbceuro2020 #ENG— BBC Sport (@BBCSport) July 8, 2021 Það voru einhverjir svartir sauðir meðal áhorfenda í gær og hefur eitt atvik vakið hneykslan hjá mörgum. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað í dag að taka á því máli. UEFA hefur ákveðið að kæra enska knattspyrnusambandið fyrir notkun leysigeisla á leiknum í gær. UEFA sendi frá sér fréttatilkynningu í dag í kjölfar þess að fjölmiðlar voru farnir að fjalla um leysigeislann sem var beint að höfði Kaspers Schmeichel, markvarðar danska landsliðsins. #ENG charged by UEFA over fan directing laser pen at Schmeichel, flares and disturbance during national anthem. #EURO2020 pic.twitter.com/yNxZwO7TWM— Henry Winter (@henrywinter) July 8, 2021 Atvikið gerðist í umdeildri vítaspyrnu sem Englendingar fengu í framlengingunni. Kasper Schmeichel varði vítið en Harry Kane skoraði úr frákastinu. Myndir sýna greinilega þegar leysigeisla er beint framan í andlit Schmeichel. NEWS | #ENG have been charged by UEFA after a laser pointer was directed at Kasper Schmeichel during the win over #DEN. https://t.co/8AVjnA2ZjX— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 8, 2021 Englendingar eiga líka á hættu að vera refsað fyrir aðra slæma hegðun áhorfenda á leiknum eins og þegar þeir bauluðu á þjóðsögn Dana sem og fyrir ólöglega notkun blysa. Samkvæmt heimildum The Athletic þá mun enska sambandið væntanlega fá átta þúsund evru sekt fyrir leysigeislann og fimm hundruð evru sekt fyrir hvert blys eða flugeld. Átta þúsund evrur eru meira en 1,1 milljón íslenskra króna og 500 evrur eru rúmlega 73 þúsund íslenskar krónur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira