Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 16:01 Peter Hyballa, þjálfari Esbjerg. Borys Gogulski/Cyfrasport Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. Miðlarnir B.T. og Bold greindu frá fyrr í dag að leikmenn liðsins séu komnir með upp í kok af aðferðum hins 45 ára gamla Þjóðverja. Þann 31. maí skrifaði hann undir samning til 2023 en eftir aðeins mánuð hefur hann fengið nær allan leikmannahópinn upp á móti sér. Gamaldags þjálfunaraðferðir hans hafa ekki vakið mikla lukku en hann ku niðurlægja leikmenn reglulega. „Þú ert með stærri brjóst en konan þín,“ á Hyballa að hafa sagt oftar en ekki við þá leikmenn sem honum finnst ekki vera í nægilega góðu líkamlegu formi. „Hver í andskotanum heldur þú að þú sért. Gerðu 20 armbeygjur,“ hreytir hann svo út úr sér ef menn svara fyrir sig. Leikmannasamtök Danmerkur eru komin í málið og funduðu þau í dag. Ekki er komin niðurstaða í málið. Danska B-deildin fer af stað þann 25. júlí og ljóst að Esbjerg þarf að greiða úr þessari flækju sem fyrst ef þetta á ekki að hafa áhrif á komandi tímabil. Miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson samdi nýverið við félagið og þá er framherjinn Andri Rúnar Bjarnason einnig á mála hjá Esbjerg. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. Miðlarnir B.T. og Bold greindu frá fyrr í dag að leikmenn liðsins séu komnir með upp í kok af aðferðum hins 45 ára gamla Þjóðverja. Þann 31. maí skrifaði hann undir samning til 2023 en eftir aðeins mánuð hefur hann fengið nær allan leikmannahópinn upp á móti sér. Gamaldags þjálfunaraðferðir hans hafa ekki vakið mikla lukku en hann ku niðurlægja leikmenn reglulega. „Þú ert með stærri brjóst en konan þín,“ á Hyballa að hafa sagt oftar en ekki við þá leikmenn sem honum finnst ekki vera í nægilega góðu líkamlegu formi. „Hver í andskotanum heldur þú að þú sért. Gerðu 20 armbeygjur,“ hreytir hann svo út úr sér ef menn svara fyrir sig. Leikmannasamtök Danmerkur eru komin í málið og funduðu þau í dag. Ekki er komin niðurstaða í málið. Danska B-deildin fer af stað þann 25. júlí og ljóst að Esbjerg þarf að greiða úr þessari flækju sem fyrst ef þetta á ekki að hafa áhrif á komandi tímabil. Miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson samdi nýverið við félagið og þá er framherjinn Andri Rúnar Bjarnason einnig á mála hjá Esbjerg.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira