Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 15:55 Vísindamennirnir segja fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafa góða vörn gegn afbrigðinu. AP/Marco Ugarte Ný rannsókn á delta afbrigði Nýju kórónuveirunnar sýnir fram á mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig að fullu og þá ógn sem stökkbreytingar skapa. Delta afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi og er sagt smitast auðveldar manna á milli, hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Franskir vísindamenn birtu í dag niðurstöður rannsóknar þeirra í Nature en þær gefa í skyn að delta afbrigðið búi yfir getu til að komast hjá einhverjum mótefna sem myndast við bólusetningar og náttúrulegt smit. Að einn skammtur bóluefnis þar sem tveggja skammta er þörf, veiti litla vörn gegn afbrigðinu. Vísindamennirnir segja þó að fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafi góða vörn gegn afbrigðinu. Í frétt Washington Post segir að það sé í takt við niðurstöður bandarískra vísindamanna sem birtar voru í New England Journal of Medicine í gær. Á Bretlandi tóku ráðamenn þá ákvörðun að leggja mesta áherslu á að koma einum skammti bóluefnis í sem flestar hendur eins fljótt og auðið er. Það kom niður á því hve margir fengu seinni skammta en samkvæmt Sky News hafa 45,6 milljónir fengið einn skammt og 34,2 milljónir hafa fengið tvo. Nú er töluverð uppsveifla á faraldrinum þar í landi. Flestir nýsmitaðra hafa smitast af delta afbrigðinu. Þó einn skammtur af bóluefni dragi ekki mjög úr líkum þess að fólk smitist eru þó ummerki um að hann dragi verulega úr líkum á því að fólk veikist alvarlega eða þurfi jafnvel á sjúkrahús. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði fyrr í vikunni að til stæði að fella niður allar sóttvarnir þar í Englandi þann 19. júlí. Eðli málsins samkvæmt, aukast líkurnar á því að veiran stökkbreytist eftir því hve oftar hún smitast manna á milli og hafa vísindamenn og sérfræðingar áhyggjur af mögulegum nýjum afbrigðum sem gætu dreifst enn auðveldar og leitt til alvarlegri veikinda. Jafnvel er óttast að afbrigði gæti myndast sem þau bóluefni sem til eru hafi lítil áhrif á. Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins harðlega á blaðamannafundi í gær. Gagnrýni hans beindist að mestu að gífurlegum ójöfnuði í dreifingu bóluefnis á heimsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Franskir vísindamenn birtu í dag niðurstöður rannsóknar þeirra í Nature en þær gefa í skyn að delta afbrigðið búi yfir getu til að komast hjá einhverjum mótefna sem myndast við bólusetningar og náttúrulegt smit. Að einn skammtur bóluefnis þar sem tveggja skammta er þörf, veiti litla vörn gegn afbrigðinu. Vísindamennirnir segja þó að fullbólusett fólk, sem hafi fengið tvo skammta af bóluefnum Pfizer eða AstraZeneca, hafi góða vörn gegn afbrigðinu. Í frétt Washington Post segir að það sé í takt við niðurstöður bandarískra vísindamanna sem birtar voru í New England Journal of Medicine í gær. Á Bretlandi tóku ráðamenn þá ákvörðun að leggja mesta áherslu á að koma einum skammti bóluefnis í sem flestar hendur eins fljótt og auðið er. Það kom niður á því hve margir fengu seinni skammta en samkvæmt Sky News hafa 45,6 milljónir fengið einn skammt og 34,2 milljónir hafa fengið tvo. Nú er töluverð uppsveifla á faraldrinum þar í landi. Flestir nýsmitaðra hafa smitast af delta afbrigðinu. Þó einn skammtur af bóluefni dragi ekki mjög úr líkum þess að fólk smitist eru þó ummerki um að hann dragi verulega úr líkum á því að fólk veikist alvarlega eða þurfi jafnvel á sjúkrahús. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, opinberaði fyrr í vikunni að til stæði að fella niður allar sóttvarnir þar í Englandi þann 19. júlí. Eðli málsins samkvæmt, aukast líkurnar á því að veiran stökkbreytist eftir því hve oftar hún smitast manna á milli og hafa vísindamenn og sérfræðingar áhyggjur af mögulegum nýjum afbrigðum sem gætu dreifst enn auðveldar og leitt til alvarlegri veikinda. Jafnvel er óttast að afbrigði gæti myndast sem þau bóluefni sem til eru hafi lítil áhrif á. Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, gagnrýndi ríkari lönd heimsins harðlega á blaðamannafundi í gær. Gagnrýni hans beindist að mestu að gífurlegum ójöfnuði í dreifingu bóluefnis á heimsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30
Fjórtán greindust í Færeyjum í gær Fjórtán greindust með kórónuveiruna í Færeyjum í gær. Á síðunni korona.fo kemur fram að tíu hafi greinst innanlands og fjórir á landamærum. 8. júlí 2021 14:08
Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent