Brunaði á móti umferð í annarlegu ástandi með lögregluna á hælunum Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 17:01 Viðbúnaður lögreglu var nokkuð mikill að sögn viðstaddra. Aðsend mynd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bifreið eftirför á fimmta tímanum í dag frá miðbæ Reykjavíkur, vestur á Granda, aftur inn í miðbæ og að lokum út á Sæbraut, þar sem ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, var handtekinn eftir að dekk sprakk á bifreið hans. Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Reykjavík Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eftirförin hófst í Borgartúni, þar sem ökumaðurinn virti að vettugi stöðvunarmerki lögreglu. Þaðan var haldið af stað í eftirför sem varði í nokkra stund. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða góðkunningja lögreglu, sem var í þokkabót í annarlegu ástandi. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður þegar ástand hans batnar. Þar á eftir verður tekin ákvörðun um framhaldið. Engum varð meint af vegna þessarar atburðarásar svo vitað sé en ljóst er að mikil hætta skapaðist þar sem ökumaðurinn fór um. Hann hafði meðal annars ekið yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu. Á myndbandi fréttastofu má sjá svartan Mercedes Benz-jeppa þeytast á öfugum vegarhelmingi austur Geirsgötu í átt að Hörpu og beygja svo áfram til vinstri inn Sæbraut. Skömmu síðar sprakk dekk á bifreið ökumannsins og tókst lögreglu þannig að handtaka hann á miðri Sæbrautinni. Sjónarvottar hafa sagt Vísi frá að minnsta kosti þremur lögreglubílum, einum sem sást á miklum hraða inni í íbúðarhverfi í Vesturbænum. Fjögur lögregluhjól veittu svörtum jeppanum eftirför eftir Ánanaustum og í átt að Örfirisey. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni, af því hvernig lögreglumenn yfirbuguðu loks ökumanninn á Sæbraut. Nenniði að henda fálkaorðunni á þessa huguðu mótorhjólalöggu pronto? Stoppa hjólið og yfirbuga með annari hendi. Væntanlega bróðir Spiderman! pic.twitter.com/pAWONnvqdC— Maggi Peran (@maggiperan) July 8, 2021 Ljóst var að viðbúnaðurinn var mikill en ástæður eftirfararinnar liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var óskað eftir tveimur sjúkrabílum fyrir stundu en beiðnin var afturkölluð skömmu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Reykjavík Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira