Rekinn í burtu eftir að hafa nappað kylfu af McIlroy Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 11:00 Ror McIlroy lenti í óvenjulegu atviki í Skotlandi í dag. AP/Jane Barlow Áhorfandi á Opna skoska golfmótinu hefur verið rekinn af svæðinu eftir að hafa tekið kylfu úr poka Rory McIlroy, sem var að stilla sér upp á teig, og tekið nokkrar sveiflur. McIlroy var að hefja leik á öðrum keppnisdegi á Renaissance-vellinum, ásamt Jon Rahm og Justin Thomas. Allt í einu birtist áhorfandi og tók eina af kylfunum hans. Öryggisvörður mætti svo og vísaði honum í burtu, eftir að hafa látið kylfubera McIlroys fá kylfuna. How about this guy strolling up to Rory McIlroy's bag and lifting the driver out to have a swing pic.twitter.com/O8k3OSvpaX— Bar One Racing (@BarOneRacing) July 9, 2021 „Maðurinn stóð þarna á bakvið teiginn en fór svo að pokanum hans Rorys, tók upp dræverinn og sleiflaði honum nokkrum sinnum,“ sagði vitni að atvikinu og bætti við: „Þegar einhver sagði honum að hann mætti ekki gera þetta þá svaraði hann; „af hverju ekki?“ Þá komu öryggisverðir, sem fylgdu ráshópnum, og fóru með hann í burtu.“ David Wilson, meðlimur í golfklúbbnum Kilspindie í næsta nágrenni, náði atvikinu á myndband og sagði: „Þetta var afgreitt fljótt. Kylfingarnir hlógu að þessu og sögðust hafa séð strax að hann væri ekki kylfingur þegar þeir sáu hvernig hann hélt á kylfunni.“ McIlroy lék fyrsta hring mótsins, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, á -1 höggi. Hann er á -2 höggum þegar þetta er skrifað, eftir 14 holur á öðrum hring. Rahm er með forystuna á samtals -10 höggum sem stendur en kylfingarnir eiga allir eftir að ljúka öðrum hring. Bein útsending frá Opna skoska mótinu hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Golf og beinar útsendingar frá mótinu verða þar einnig á morgun og á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy var að hefja leik á öðrum keppnisdegi á Renaissance-vellinum, ásamt Jon Rahm og Justin Thomas. Allt í einu birtist áhorfandi og tók eina af kylfunum hans. Öryggisvörður mætti svo og vísaði honum í burtu, eftir að hafa látið kylfubera McIlroys fá kylfuna. How about this guy strolling up to Rory McIlroy's bag and lifting the driver out to have a swing pic.twitter.com/O8k3OSvpaX— Bar One Racing (@BarOneRacing) July 9, 2021 „Maðurinn stóð þarna á bakvið teiginn en fór svo að pokanum hans Rorys, tók upp dræverinn og sleiflaði honum nokkrum sinnum,“ sagði vitni að atvikinu og bætti við: „Þegar einhver sagði honum að hann mætti ekki gera þetta þá svaraði hann; „af hverju ekki?“ Þá komu öryggisverðir, sem fylgdu ráshópnum, og fóru með hann í burtu.“ David Wilson, meðlimur í golfklúbbnum Kilspindie í næsta nágrenni, náði atvikinu á myndband og sagði: „Þetta var afgreitt fljótt. Kylfingarnir hlógu að þessu og sögðust hafa séð strax að hann væri ekki kylfingur þegar þeir sáu hvernig hann hélt á kylfunni.“ McIlroy lék fyrsta hring mótsins, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, á -1 höggi. Hann er á -2 höggum þegar þetta er skrifað, eftir 14 holur á öðrum hring. Rahm er með forystuna á samtals -10 höggum sem stendur en kylfingarnir eiga allir eftir að ljúka öðrum hring. Bein útsending frá Opna skoska mótinu hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Golf og beinar útsendingar frá mótinu verða þar einnig á morgun og á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira