Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 18:45 Spinazzola ætlar að launa liðsfélögunum fyrir söngva þeirra til hans eftir sigurinn á Spáni. Claudio Villa/Getty Images Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. Spinazzola fór mikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá þeim ítölsku áður en hann var borinn meiddur af velli gegn Belgum. Í ljós kom að um hásinarslit væri að ræða og hann því ekki aðeins frá út mótið, heldur næstu sex mánuðina. Hann er þó ekki af baki dottinn og hlakkar til úrslitaleiksins á morgun. „Getum við klárað þetta? Ég vona það, þetta verður 50/50. Þeir eru mjög sterkir, með góða einstaklinga og frábæran bekk. Þeir eru með sterka vörn og þetta verður erfiður leikur, en við erum með frábæran hóp og getum klárað þetta. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélagana í Lundúnum,“ sagði Spinazzola í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær. Injured Leonardo Spinazzola traveled to London with Italy to support his teammates in the final pic.twitter.com/RWZxg9ed87— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2021 „Ég fer til Lundúna á laugardaginn [í dag] fyrir úrslitaleikinn við England, og ég hef sjaldan verið eins spenntur. Ég beið í tvo klukkutíma til að þakka liðsfélögunum fyrir sigurinn á Spáni, og þeir sungu söngva um mig í rútunni. Það kallaði fram ótrúlegar tilfinningar og þá hlakkaði ég til að styðja þá til sigurs í úrslitaleiknum,“ sagði Ítalinn enn fremur. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Spinazzola fór mikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá þeim ítölsku áður en hann var borinn meiddur af velli gegn Belgum. Í ljós kom að um hásinarslit væri að ræða og hann því ekki aðeins frá út mótið, heldur næstu sex mánuðina. Hann er þó ekki af baki dottinn og hlakkar til úrslitaleiksins á morgun. „Getum við klárað þetta? Ég vona það, þetta verður 50/50. Þeir eru mjög sterkir, með góða einstaklinga og frábæran bekk. Þeir eru með sterka vörn og þetta verður erfiður leikur, en við erum með frábæran hóp og getum klárað þetta. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélagana í Lundúnum,“ sagði Spinazzola í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær. Injured Leonardo Spinazzola traveled to London with Italy to support his teammates in the final pic.twitter.com/RWZxg9ed87— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2021 „Ég fer til Lundúna á laugardaginn [í dag] fyrir úrslitaleikinn við England, og ég hef sjaldan verið eins spenntur. Ég beið í tvo klukkutíma til að þakka liðsfélögunum fyrir sigurinn á Spáni, og þeir sungu söngva um mig í rútunni. Það kallaði fram ótrúlegar tilfinningar og þá hlakkaði ég til að styðja þá til sigurs í úrslitaleiknum,“ sagði Ítalinn enn fremur. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira