Fótbolti

Viðar Ari á skotskónum annan leikinn í röð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viðar Ari hefur skorað þrjú mörk í síðustu fimm leikjum.
Viðar Ari hefur skorað þrjú mörk í síðustu fimm leikjum. vísir/getty

Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2-0 sigri á Sarpsborg í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar skoraði þar með í öðrum leiknum í röð í deildinni.

Viðar Ari spilaði allan leikinn á hægri kantinum fyrir Sandefjord og skoraði fyrra mark liðsins á 32. mínútu í 2-0 sigrinum. Viðar Ari skoraði einnig í 2-0 sigri á Stabæk í síðasta leik liðsins og hefur skorað þrjú mörk í síðustu fimm leikjum liðsins.

Emil Pálsson var í byrjunarliði Sarpsborgar í leiknum en var skipt af velli á 56. mínútu leiksins.

Þrír Íslendingar til viðbótar voru í eldlínunni í Noregi, þar á meðal tveir í öðrum Íslendingaslag milli Vikings frá Stafangri og Strömgodset. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Ari Leifsson spilaði allan leikinn í vörn Strömgodset en Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Viking og var skipt af velli á 82. mínútu. Jöfnunarmark Viking kom á lokamínútu leiksins.

Valdimar Þór Ingimundarson sat allan tímann á varamannabekk Strömgodset.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom þá inn á sem varamaður í liði Kristiansund sem tapaði 1-0 fyrir Rosenborg í Þrándheimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×