Vann Opna skoska eftir bráðabana Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 18:30 Lee átti frábæran hring í dag. Mark Runnacles/Getty Images Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu. Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé. Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021 Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn. Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag. The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021 Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag. Skotland Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mikil spenna var í toppbaráttu mótsins en Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiddu mótið fyrir lokahringinn í dag á 14 höggum undir pari. Spánverjinn Jon Rahm kom næstur á 13 undir parinu, Lucas Herbert frá Ástralíu var á 12 undir pari og tveir landar hans, Min Woo Lee og Wade Ormsby komu næstir auk Bandaríkjamannsins Scottie Scheffler á ellefu undir parinu. Keppni frestaðist um tíma í dag vegna veðurs en spennan hélt áfram eftir stutt hlé. Whatever the weather, protect the trophy #abrdnScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/GeSJN3L2nZ— abrdn Scottish Open (@ScottishOpen) July 11, 2021 Lee var á meðal þeirra bestu á hringnum í dag þar sem hann fór hringinn á sjö höggum undir pari sem dugði honum til að vera 18 höggum undir parinu í heildina. Þar sem efstu menn fyrirfram, Detry og Fitzpatrick, fóru hringinn báðir á fjórum undir pari voru þeir jafnir Lee með það skor eftir hringinn. Ian Poulter, sem lék manna best í dag, á átta höggum undir pari var aðeins höggi á eftir þeim þremur, auk Ryans Palmer, sem lék á sjö undir í dag, og Lucasar Herbert sem fór á fimm undir pari í dag. The winning moment #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/rRwZv7VHAX— The European Tour (@EuropeanTour) July 11, 2021 Það voru hins vegar Lee, Detry og Fitzpatrick sem luku keppni á toppnum. Þar sem þeir voru þrír jafnir þurfti bráðabana til að útkljá hver þeirra myndi fagna sigri. Sá bráðabani var óvenju stuttur þar sem 18. hola vallarins var leikin. Lee fékk fugl á holunni á meðan þeir tveir síðarnefndu fóru á pari og fagnaði Ástralinn því sigri eftir að hafa fengið sinn áttunda fugl í dag.
Skotland Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira