Fyrsta þjóðin sem vinnur EM karla og Eurovision á sama árinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:31 Eftir að ítalska fótboltalandsliðið vann EM í gær er Ítalía nú handhafi tveggja stærstu titlanna í íþróttum og listum í Evrópu. Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Ítalía vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí og er þar með fyrsta þjóðin sem vinnur Eurovision og EM í fótbolta karla á sama árinu. Ítalir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik EM á Wembley í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1-1 en Ítalía vann vítakeppnina, 3-2. Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, varði tvö víti og var valinn besti leikmaður mótsins. Þetta er í annað sinn sem Ítalía verður Evrópumeistari. Ítalir unnu EM 1968 á heimavelli þá tókst þeim ekki að taka tvennuna; vinna EM og Eurovision á sama árinu. Spánn hrósaði sigri í Eurovision það árið með laginu „La La La“ sem söngkonan Massiel flutti. En nú tókst evrópskri þjóð að vinna þessar tvær stóru keppnir í íþróttum og listum á sama árinu. Sem kunnugt hrósaði Ítalía sigri í Eurovision sem fór fram í Rotterdam í Hollandi. Sigurlagið hét „Zitti e buoni“ og var flutt af hljómsveitinni Måneskin. Á næsta ári fer Eurovision fram á Ítalíu og Ítalir freista þess þá að verða fyrsta þjóðin í um þrjátíu ár til að vinna keppnina tvö ár í röð. watch on YouTube Þegar kemur að EM kvenna og Eurovision þá hefur afrekið einu sinni unnist. Það var árið 1984 þegar Svíar hrósuðu sigri í báðum keppnum. Bræðratríóið Herreys vann Eurovision með laginu „Diggi-Loo Diggi-Ley“ og sænska kvennalandsliðið vann fyrsta Evrópumótið sem haldið var eftir sigur á Englandi, að sjálfsögðu í vítakeppni. Ítalska fótboltalandsliðið getur bætt öðrum titli í safnið á heimavelli í haust en þá fara úrslit Þjóðadeildarinnar fram á Ítalíu. Í undanúrslitunum mætast Ítalir og Spánverjar annars vegar og Belgar og Frakkar hins vegar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Eurovision Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira