Auglýsing fyrir bólusetningu vekur hörð viðbrögð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Skjáskot úr auglýsingunni, sem mörgum þykir nokkuð gróf. Stjórnvöld segja það hafa verið ætlunina að hafa auglýsinguna grófa. Twitter Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt. Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43