Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:31 Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov er ekki vel til vina. getty/Stephen McCarthy Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib. MMA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Khabib settist í helgan stein í fyrra eftir farsælan feril í blönduðum bardagalistum. Hann sigraði Conor í titilbardaga 2018 en þeir hafa lengi eldað grátt silfur. Conor fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier í Las Vegas um helgina og var dæmdur ósigur. Hann hefur því tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Conor vildi þó ekki meina að sigur Poiriers væri löglegur og sendi honum væna pillu af sjúkrabeði í gær. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Conor. Khabib segir að Conor eigi ekki afturkvæmt á toppinn í blönduðum bardagalistum og hvetur MMA-samfélagið til að hætta að veita honum jafn mikla athygli og það hefur gert. „Peningar og frægð sýna hver þú ert í raun og veru. Við heyrum alltaf að þessir hlutir breyti fólki. Það er ekki rétt. Þegar þeir koma til þín sýnir það hver þú ert. Hvað hefur Conor gert? Hann kýldi gamlan kall á bar. Hann er skíthæll eins og Dustin sagði. Ég sá mörg tíst honum til stuðnings í gær. Hvernig áttu að styðja gaurinn? Ef MMA-samfélagið ætlar að halda áfram að styðja svona fólk fer íþróttin til fjandans,“ sagði Khabib. Hann telur að Conor muni aldrei aftur ná fyrri styrk sem bardagamaður. Írinn sé einfaldlega orðinn saddur. „Fyrir fótbrotið gat hann orðið samur en ekki eftir það. Hann mun aldrei sparka eins og hann gerði. Ég býst ekki við að hann komist aftur á toppinn. Hann er á góðum aldri en það sem gerðist fyrir hausinn á honum og fæturna; gaurinn er útbrunninn,“ sagði Khabib.
MMA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira