„Sindri, fokking skammastu þín“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ósvald Jarl Traustason lenti í hörkutæklingu frá Sindra Snæ Magnússyni í Breiðholti í gærkvöld. Sindri fékk gult spjald fyrir brotið. Stöð 2 Sport „Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla. „Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0. Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti „Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar. Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang. Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann „Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar. „Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni. Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27 „Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. 13. júlí 2021 09:27
„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. 12. júlí 2021 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59