Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 11:38 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/ANDY RAIN Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Opinber líkön sína að innlögnum á sjúkrahús gæti farið hratt fjölgandi og að á milli hundrað og tvö hundruð manns gætu dáið á degi hverjum í ágúst, þegar búist er við að þessi bylgja nái hámarki. Yfirvöld Bretlands tilkynntu í gær að 34.471 hefði greinst smitaður í Englandi á undanförnum sólarhring, það er að segja 24 klukkustundum fyrir klukkan níu að morgni í gær. Dr Chaand Nagpaul, stjórnarformaður læknasamtaka Bretlands (BMA) segir stóran hluta bresku þjóðarinnar ekki hafa verið fullbólusettan og það að fella niður sóttvarnaraðgerðir myndi gefa nýju kórónuveirunni færi á að herða tökin á Bretlandi og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt Guardian. Hann sagði BMA hafa varað ítrekað við því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn séu undir. Margir væru búnir á því og faraldurinn kæmi niður á annarri heilbrigðisstarfsemi. „Forsætisráðherrann lagði ítrekað áherslu á það að fara hægt og varlega áfram, en í raunveruleikanum er ríkisstjórnin að kasta allri aðgát fyrir róða,“ sagði Nagpaul. Guardian hefur sambærilegar yfirlýsingar eftir forsvarsmönnum annarra samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Við tilkynningu sína í síðustu viku sagði Johnson að Englendingar þyrftu að læra að lifa með veirunni. Sky News hefur eftir Stephen Barclay, fjármálaráðherra, að mögulega þurfi að beita sóttvarnaraðgerðum á nýjan leik seinna á þessu ári. Það færi eftir því hvernig faraldurinn myndi þróast á Englandi. Það væri hins vegar mikilvægt að koma lífi Englendinga í fyrra horf og hagkerfinu í gang. Það væri mikilvægt og að gera það ekki gæti haft miklar afleiðingar. „Þetta snýst um að finna rétt jafnvægi, svo fólk geti farið eftir eigin dómgreind, verið skynsamt og fylgt ráðleggingum;“ sagði Barclay.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Tengdar fréttir Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50 Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30 Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57 Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45 Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. 13. júlí 2021 10:50
Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13. júlí 2021 08:30
Eldur á Covid-deild varð tugum að bana Fleiri en fimmtíu eru látin eftir að eldur blossaði upp inni á einangrunardeild fyrir Covid-sjúklinga á spítala í íröksku borginni Naririya. 13. júlí 2021 06:57
Biðst afsökunar á afléttingum Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur beðið þjóð sína afsökunar á dómgreindarbresti af sinni hálfu. Sá fólst í að aflétta sóttvarnatakmörkunum vegna Covid-19 of snemma. 12. júlí 2021 22:45
Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri. 8. júlí 2021 09:04