Smit rakið til Bankastræti Club Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:50 Frá opnunarkvöldi Bankastræti Club, 1. júlí síðastliðinn. Vísir Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12
Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58