Smit rakið til Bankastræti Club Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:50 Frá opnunarkvöldi Bankastræti Club, 1. júlí síðastliðinn. Vísir Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12
Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58