Persónuvernd birti í dag úrskurð í málinu, en eigandi hundsins hafði kvartað undan þessu eftirliti nágranna síns.
Tilgangur vöktunarinnar var að sögn ábyrgðaraðila að sýna fram á að nágranninn fari ekki að reglum í samningi og að hundur hans geri þarfir sínar á sameign (lóð) og séreign (útidyratröppur) þeirra. Upptökur þar sem það átti að sjást hafi þegar verið sendar lögfræðingi hundeigandans.
Aðilarnir sýndu þrátt fyrir þetta að mati Persónuverndar ekki fram á nauðsyn vöktunarinnar, sem einnig tók til almannarýmis, og var það því niðurstaðan að vöktunin samrýmdist ekki lögum. Lagt var fyrir ábyrgðaraðilana að stöðva vöktunina og eyða öllu uppteknu efni.
Verði fólkið ekki við þessu á það á hættu að vera beitt dagsektum upp á allt að 200.000 krónum fyrir hvern dag sem líður án þess að fyrirmælunum sé hlýtt.