„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:30 Hulda hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. Úr einkasafni Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira