Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá bankanum voru hluthafar í bankanum rétt rúmlega tuttugu þúsund í gær, en fjöldinn stóð í tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboðið. Eftir sem áður er bankinn hins vegar með mesta fjölda hluthafa allra skráðra félaga á Íslandi.
Í blaðinu segir enn fremur að fastlega megi gera ráð fyrir að þar sem þegar hafi selt hafi einkum verið almennir fjárfestar. Hækkun á bréfum í bankanum hefur frá skráningu numið um þrjátíu og fimm prósentum.
Fyrir opnun markaða í dag stendur hluturinn í Íslandsbanka í 106,5 krónum en hæst hefur hann í lok dags staðið í 108 krónum, þann 5. júlí. Lágmarksfjárhæðin sem fjárfestar þurftu að reiða fram til þess að taka þátt í hlutafjárútboðinu var 50 þúsund krónur, en ekki var hægt að tryggja að fjárfestar fengju meira en sem nam bréfum fyrir eina milljón króna, vegna eftirspurnar.