Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 16:45 Verksmiðja brennur í bakgrunninum en í forgrunni má sjá tóma kassa eftir að óeirðarseggir fóru ránshendi um vöruhús í borginni Durban. AP Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera. Suður-Afríka Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera.
Suður-Afríka Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira