21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. júlí 2021 07:29 Áin Ahr flæddi yfir bakka sína í þorpinu Eifel í Schuld í vesturhluta Þýskalands. Ap/Christoph Reichwein Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young
Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira