Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120 Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 11:31 Blikar eru í bestri stöðu íslensku liðanna þriggja sem spila í kvöld, eftir 3-2 útisigur. Útivallarmörk telja þó ekki meira en mörk skoruð á heimavelli, eftir reglubreytingu UEFA í sumar. vísir/Hulda Margrét FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar. FH og Stjarnan leika á Írlandi í dag þar sem FH er með 1-0 forskot gegn Sligo Rovers en staðan er jöfn hjá Stjörnunni og Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg á Kópavogsvelli klukkan 19, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-2. Fjórða íslenska liðið í Sambandsdeildinni er svo Valur, sem kominn er í 2. umferð. Þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu féllu þeir nefnilega niður í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir mæta Bodö/Glimt frá Noregi. Meistarar Vals hafa þegar tryggt sér 810.000 evrur, jafnvirði tæplega 120 milljóna króna, vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum í ár, jafnvel þó að þeir tapi gegn Bodö/Glimt. Fá 37 milljónir króna ef þau falla úr leik í dag en ferðakostnaður dregst frá Hafa ber hins vegar í huga að ferðalögin í leiki kosta sitt fyrir íslensk félög, sérstaklega vegna kröfu UEFA um leiguflug vegna kórónuveirufaraldursins. Valur þurfti að ferðast alla leið til Króatíu en deildi reyndar kostnaði með Breiðabliki sem fór til Lúxemborgar, og FH og Stjarnan deila einnig flugvél til Írlands. Valsmenn mættu króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb, í undankeppni Meistaradeildarinnar, en féllu úr keppni eftir flotta frammistöðu. Þeir spila því í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.vísir/bára Ef Breiðablik, FH eða Stjarnan fellur úr leik í dag fær viðkomandi lið samtals 250.000 evrur, jafnvirði tæplega 37 milljóna króna, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár. Komist lið í 2. umferð fær það að lágmarki 550.000 evrur, rúmar 80 milljónir króna, samanlagt fyrir þátttöku sína. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.) Það fást nefnilega 100.000 evrur fyrir að spila á hverju af fjórum stigum undankeppninnar, og svo sífellt hærri „kveðjuupphæð“ eftir því hvenær liðin falla úr leik. Falli lið úr keppni í 1. umferð fá þau 150.000 evrur að kveðju, 350.000 að kveðju í 2. umferð, 550.000 að kveðju í 3. umferð og 750.000 evrur að kveðju falli þau úr leik í umspili. Lið sem fellur úr leik í umspili fær því samtals 1.150.000 evrur (168 milljónir króna) fyrir að hafa spilað á fjórum stigum og fallið úr leik. Mun hærri upphæðir eru svo í boði fyrir liðin sem spila í sjálfri riðlakeppninni. Stórlið á borð við Tottenham og Roma bíða Sambandsdeildin er ný keppni og sú þriðja og neðsta í styrkleikaröðun UEFA. Meistaradeildin er sterkust og Evrópudeildin, þar sem liðum hefur verið fækkað til muna, er mitt á milli. Á meðal liða sem leika í Sambandsdeildinni eru Tottenham og Roma en þau mæta ekki til leiks fyrr en í 4. og síðustu umferð undankeppninnar, hinu svokallaða umspili um sæti í riðlakeppninni sem fram fer í haust. Freista þess að vinna aftur Evrópusæti fyrir íslenskan fótbolta Íslensku liðin eru því langt frá því að komast í riðlakeppnina en eins og fyrr segir er mikið í húfi fyrir hvert skref sem þau stíga í undankeppninni hvað verðlaunafé varðar. Við það bætist svo að hver sigur og hvert jafntefli telur fyrir Ísland sem þarf að komast upp styrkleikalista UEFA til að fá aftur fjögur sæti í Evrópukeppnum, en aðeins þrjú sæti eru í boði fyrir íslensk lið í Evrópukeppnum næsta árs. Sambandsdeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
FH og Stjarnan leika á Írlandi í dag þar sem FH er með 1-0 forskot gegn Sligo Rovers en staðan er jöfn hjá Stjörnunni og Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg á Kópavogsvelli klukkan 19, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-2. Fjórða íslenska liðið í Sambandsdeildinni er svo Valur, sem kominn er í 2. umferð. Þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu féllu þeir nefnilega niður í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir mæta Bodö/Glimt frá Noregi. Meistarar Vals hafa þegar tryggt sér 810.000 evrur, jafnvirði tæplega 120 milljóna króna, vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum í ár, jafnvel þó að þeir tapi gegn Bodö/Glimt. Fá 37 milljónir króna ef þau falla úr leik í dag en ferðakostnaður dregst frá Hafa ber hins vegar í huga að ferðalögin í leiki kosta sitt fyrir íslensk félög, sérstaklega vegna kröfu UEFA um leiguflug vegna kórónuveirufaraldursins. Valur þurfti að ferðast alla leið til Króatíu en deildi reyndar kostnaði með Breiðabliki sem fór til Lúxemborgar, og FH og Stjarnan deila einnig flugvél til Írlands. Valsmenn mættu króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb, í undankeppni Meistaradeildarinnar, en féllu úr keppni eftir flotta frammistöðu. Þeir spila því í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.vísir/bára Ef Breiðablik, FH eða Stjarnan fellur úr leik í dag fær viðkomandi lið samtals 250.000 evrur, jafnvirði tæplega 37 milljóna króna, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár. Komist lið í 2. umferð fær það að lágmarki 550.000 evrur, rúmar 80 milljónir króna, samanlagt fyrir þátttöku sína. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.) Það fást nefnilega 100.000 evrur fyrir að spila á hverju af fjórum stigum undankeppninnar, og svo sífellt hærri „kveðjuupphæð“ eftir því hvenær liðin falla úr leik. Falli lið úr keppni í 1. umferð fá þau 150.000 evrur að kveðju, 350.000 að kveðju í 2. umferð, 550.000 að kveðju í 3. umferð og 750.000 evrur að kveðju falli þau úr leik í umspili. Lið sem fellur úr leik í umspili fær því samtals 1.150.000 evrur (168 milljónir króna) fyrir að hafa spilað á fjórum stigum og fallið úr leik. Mun hærri upphæðir eru svo í boði fyrir liðin sem spila í sjálfri riðlakeppninni. Stórlið á borð við Tottenham og Roma bíða Sambandsdeildin er ný keppni og sú þriðja og neðsta í styrkleikaröðun UEFA. Meistaradeildin er sterkust og Evrópudeildin, þar sem liðum hefur verið fækkað til muna, er mitt á milli. Á meðal liða sem leika í Sambandsdeildinni eru Tottenham og Roma en þau mæta ekki til leiks fyrr en í 4. og síðustu umferð undankeppninnar, hinu svokallaða umspili um sæti í riðlakeppninni sem fram fer í haust. Freista þess að vinna aftur Evrópusæti fyrir íslenskan fótbolta Íslensku liðin eru því langt frá því að komast í riðlakeppnina en eins og fyrr segir er mikið í húfi fyrir hvert skref sem þau stíga í undankeppninni hvað verðlaunafé varðar. Við það bætist svo að hver sigur og hvert jafntefli telur fyrir Ísland sem þarf að komast upp styrkleikalista UEFA til að fá aftur fjögur sæti í Evrópukeppnum, en aðeins þrjú sæti eru í boði fyrir íslensk lið í Evrópukeppnum næsta árs.
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.)
Sambandsdeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira