Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 11:30 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33