Spænskir fjölmiðlar greinia frá þessu en Dembele á eitt ár eftir af samningi sínum hjá spænska risanum.
Börsungar vilja skera niður launakostnaðinn hjá sér og Dembele er sagður vilja burt svo hann gæti yfirgefið félagið í sumar.
Dembele var keyptur til félagsins fyrir 124 milljónir punda en hefur langt í frá staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.
Dembele er nú að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir á EM í sumar en hann meiddist í riðlakeppninni með Frökkum gegn Ungverjum.
Hann mun ekki verða klár í slaginn á ný fyrr en í október.
Barcelona 'will meet Ousmane Dembele's agent next week to discuss his future' https://t.co/zSCgyTUgWN
— MailOnline Sport (@MailSport) July 16, 2021