Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 13:45 Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindist smitaður af Covid-19 í morgun. EPA-EFE/VICKIE FLORES Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. „Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
„Ég greindist smitaður af Covid í morgun. Ég bíð eftir niðurstöðum úr PCR prófi en er þakklátur fyrir að vera bólusettur og að einkenni mín séu væg,“ skrifar Javid í tístinu. Javid fékk niðurstöðuna eftir að hafa farið í einkennasýnatöku en hann hafði verið eitthvað slappur undanfarna daga. Hann er nú í einangrun á heimili sínu ásamt fjölskyldu sinni. Javid hefur ekki sinnt starfi heilbrigðisráðherra lengi en hann var gerður að heilbrigðisráðherra í síðast mánuði eftir að forveri hans, Matt Hancock, sagði af sér í kjölfar þess að myndband, þar sem hann sést kyssa aðstoðarkonu sína Gina Coladangelo á skriftofu sinni, leit dagsins ljós. Í myndbandinu sést Hancock brjóta Covid-reglurnar sem hann setti sjálfur. Í tístinu hvetur Javid alla sem hafa ekki verið bólusettir gegn Covid-19 til að grípa tækifærið og mæta í bólusetningu. „Ég vil líka grípa þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið þátt í bólusetningarátakinu okkar, sem er sannarlega það besta af sinni gerð í öllum heiminum,“ segir Javid. „Ef þú hefur enn ekki verið bólusettur skaltu flýta þér og fara í bólusetningu eins fljótt og þér er unnt. Og ef þú ert eins og ég, og þú ert smá slappur og telur þig hafa komist í návígi við einhvern smitaðan skaltu drífa þig í einkennasýnatöku.“ This morning I tested positive for Covid. I m waiting for my PCR result, but thankfully I have had my jabs and symptoms are mild.Please make sure you come forward for your vaccine if you haven t already. pic.twitter.com/NJYMg2VGzT— Sajid Javid (@sajidjavid) July 17, 2021 Í gær greindust 50 þúsund smitaðir af kórónuveirunni á Bretlandseyjum, en svo margir hafa ekki greinst á einum degi síðan í janúar. Það þýðir að einn af hverju 95 í Englandi eru smitaðir af veirunni þessa stundina. Þrátt fyrir þetta munu afléttingar á takmörkunum taka gildi á mánudag en meira en þúsund heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn hafa gagnrýnt Boris Johnson forsætisráðherra fyrir þá ákvörðun. Þeir hafa kallað afléttingarnar „hættulega tilraun.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29 Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31 Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Sajid Javid snýr aftur í bresku ríkisstjórnina Sajid Javid, fyrrverandi fjármálaráðherra og innanríkisráðherra Bretlands, verður næsti heilbrigðisráðherra eftir að Matt Hancock sagði af sér því embætti. 27. júní 2021 08:29
Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. 26. júní 2021 18:31
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07