Lögreglan leitar tíu manna sem tóku þátt í óeirðum við Wembley Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 13:57 Óeirðir brutust út víða um Lundúnir eftir úrslitaleikinn milli Englands og Ítalíu síðastliðinn sunnudag. EPA-EFE/JOSHUA BRATT Lögreglan í Lundúnum hefur birt myndir af tíu mönnum sem tóku þátt í ofbeldi og óeirðum á Wembley leikvanginum í Lundúnum á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu um síðustu helgi. Tveir öryggisverðir á Wembley voru handteknir í gærmorgun grunaðir um að hafa hleypt æstum fótboltaáhugamönnum inn á völlinn án þess að þeir ættu miða á leikinn. Lögreglan segir að mennirnir tíu sem hún leitar hafi svör við spurningum sem brenni á lögreglunni. Fréttastofa Guardian greinir frá. Úrslitaleikurinn fór fram í Lundúnum síðastliðinn sunnudag og var mikill æsingur meðal fótboltabulla. Hópur fótboltaaðdáenda brutu sér leið inn á Wembley áður en úrslitaleikurinn milli Englands og Ítalíu hófs. Miklar óeirðir tóku við eftir leikinn, ítalskir áhorfendur voru barðir og óorðum hreytt að þeim og tapsárir Englendingar réðust inn á ítalska veitingastaði og sneru þar öllu á hvolf Seint á sunnudagskvöld tilkynnti lögreglan í Lundúnum að hún væri þegar farin að fara yfir margra klukkustunda efni úr eftirlitsmyndavélum og búkmyndavélum lögreglumanna við Wembley. „Áfram verður unnið að því að bera kennsl á fólk sem talið er hafa brotið lög,“ sagði lögreglan í tilkynningu. „Rannsóknin er á frumstigi og frekari beiðnir og handtökur munu fylgja.“ Fimmtíu og einn var handtekinn í byrjun vikunnar í Lundúnum, þar á meðal 26 við Wembley leikvanginn. England EM 2020 í fótbolta Bretland Tengdar fréttir Öryggisverðir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleikinn Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi. 18. júlí 2021 10:16 Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu. 15. júlí 2021 11:41 Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Tveir öryggisverðir á Wembley voru handteknir í gærmorgun grunaðir um að hafa hleypt æstum fótboltaáhugamönnum inn á völlinn án þess að þeir ættu miða á leikinn. Lögreglan segir að mennirnir tíu sem hún leitar hafi svör við spurningum sem brenni á lögreglunni. Fréttastofa Guardian greinir frá. Úrslitaleikurinn fór fram í Lundúnum síðastliðinn sunnudag og var mikill æsingur meðal fótboltabulla. Hópur fótboltaaðdáenda brutu sér leið inn á Wembley áður en úrslitaleikurinn milli Englands og Ítalíu hófs. Miklar óeirðir tóku við eftir leikinn, ítalskir áhorfendur voru barðir og óorðum hreytt að þeim og tapsárir Englendingar réðust inn á ítalska veitingastaði og sneru þar öllu á hvolf Seint á sunnudagskvöld tilkynnti lögreglan í Lundúnum að hún væri þegar farin að fara yfir margra klukkustunda efni úr eftirlitsmyndavélum og búkmyndavélum lögreglumanna við Wembley. „Áfram verður unnið að því að bera kennsl á fólk sem talið er hafa brotið lög,“ sagði lögreglan í tilkynningu. „Rannsóknin er á frumstigi og frekari beiðnir og handtökur munu fylgja.“ Fimmtíu og einn var handtekinn í byrjun vikunnar í Lundúnum, þar á meðal 26 við Wembley leikvanginn.
England EM 2020 í fótbolta Bretland Tengdar fréttir Öryggisverðir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleikinn Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi. 18. júlí 2021 10:16 Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu. 15. júlí 2021 11:41 Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Öryggisverðir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleikinn Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi. 18. júlí 2021 10:16
Drakk óhóflega, neytti kókaíns og stakk blysi í rassinn á sér en sér ekki eftir neinu Gífurleg drykkja fór fram í London síðasta sunnudag þegar úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fór þar fram. Myndir og myndbönd af drykkjulátum og skemmdarverkum breskra fótboltabullna hafa vakið mikla athygli og fara sem eldur í sinu um internetið. Einn maður vakti sérstaka athygli þegar myndir af honum með neyðarblys í rassi fóru í dreifingu. 15. júlí 2021 11:41
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32