Solskjær ekki búinn að ákveða hvort Rashford fari í aðgerð á öxl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 09:01 Marcus Rashford hefur verið að spila þrátt fyrir meiðsli undanfarna mánuði. EPA-EFE/Frank Augstein Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti verið frá þangað til í október fari hann í aðgerð á öxl. Rashford hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, segist ekki viss hvort Rashford fari í aðgerð áður en nýtt tímabil hefst. Solskjær ræddi við blaðamenn um stöðuna á Rashford eftir 2-1 sigur Man United á Derby County í vináttuleik um helgina. Þau sem fylgdust með Manchester United á síðustu leiktíð – sem og enska landsliðinu á EM – vita að Rashford hefur ekki gengið heill til skógar í dágóðan tíma. Tímabilið 2019/2020 var hann einnig að glíma við erfið meiðsli í baki en þar sem enska úrvalsdeildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins náði hann að jafna sig og klára tímabilið með Man United. Á síðustu leiktíð var hann að glíma við meiðsli á öxl sem og ökkla. „Við þurfum að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hann. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við eigum að gera varðandi meiðslin,“ sagði Solskjær um stöðuna á Rashford. Ljóst er að Rashford þarf að fara í aðgerð ef hann stefnir á að ná fullum bata, hvíld ein og sér dugir ekki til. Leikmaðurinn kemst hins vegar ekki í aðgerð strax og yrði frá fram í október ef hann færi undir hnífinn. Marcus Rashford: Manchester United striker to 'reflect' on possible shoulder surgery, says Solskjaer https://t.co/dwnjANM8do— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2021 Nú virðist sem Solskjær sé ekki alveg viss hvort það væri best fyrir Rashford – og Manchester United – að fara í aðgerð í sumar. Solskjær ræddi einnig framtíð Jesse Lingard að leik loknum. Leikmaðurinn var lánaður til West Ham United síðari hluta síðustu leiktíðar og stóð sig með prýði. „Jesse er leikmaður Man Utd. Hann vill berjast fyrir sæti í liðinu. Hann hefur komið sterkur til baka með mikla orku og mikið sjálfstraust. Hann er í áætlunum mínum,“ sagði Solskjær. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
Solskjær ræddi við blaðamenn um stöðuna á Rashford eftir 2-1 sigur Man United á Derby County í vináttuleik um helgina. Þau sem fylgdust með Manchester United á síðustu leiktíð – sem og enska landsliðinu á EM – vita að Rashford hefur ekki gengið heill til skógar í dágóðan tíma. Tímabilið 2019/2020 var hann einnig að glíma við erfið meiðsli í baki en þar sem enska úrvalsdeildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins náði hann að jafna sig og klára tímabilið með Man United. Á síðustu leiktíð var hann að glíma við meiðsli á öxl sem og ökkla. „Við þurfum að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hann. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við eigum að gera varðandi meiðslin,“ sagði Solskjær um stöðuna á Rashford. Ljóst er að Rashford þarf að fara í aðgerð ef hann stefnir á að ná fullum bata, hvíld ein og sér dugir ekki til. Leikmaðurinn kemst hins vegar ekki í aðgerð strax og yrði frá fram í október ef hann færi undir hnífinn. Marcus Rashford: Manchester United striker to 'reflect' on possible shoulder surgery, says Solskjaer https://t.co/dwnjANM8do— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2021 Nú virðist sem Solskjær sé ekki alveg viss hvort það væri best fyrir Rashford – og Manchester United – að fara í aðgerð í sumar. Solskjær ræddi einnig framtíð Jesse Lingard að leik loknum. Leikmaðurinn var lánaður til West Ham United síðari hluta síðustu leiktíðar og stóð sig með prýði. „Jesse er leikmaður Man Utd. Hann vill berjast fyrir sæti í liðinu. Hann hefur komið sterkur til baka með mikla orku og mikið sjálfstraust. Hann er í áætlunum mínum,“ sagði Solskjær.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira