Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2021 12:00 Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Jóhann K. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segist ekki vera í stöðu til að geta sér til um hvort gripið verði til aðgerða, og þá hvers eðlis þær verða. Fréttastofa ræddi við hann í dag áður en tölur um smit gærdagsins voru gerðar ljósar. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Við höfum ákveðna ónotatilfinningu fyrir því að það verði gripið til aðgerða,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Í gær greindust 56 manns með kórónuveiruna hér á landi, meirihlutinn bólusettur. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ekki væri á dagskrá hjá sér í dag að skila minnisblaði um aðgerðir til heilbrigðisráðherra. Það væri þó alltaf í skoðun og grípa þyrfti til einhvers konar aðgerða. Innan við tvær vikur eru í Þjóðhátíð og segir Hörður að best væri að fá botn í málið sem fyrst. „Undirbúningur er allur á fullu og skipulag hátíðarinnar er á lokametrunum. Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra.“ Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er alla jafna margt um mannin um Verslunarmannahelgina.Vísir/Sigurjón Fari svo að Þjóðhátíð fari ekki fram í ár munu margir tilvonandi gestir hátíðarinnar sitja uppi með ónothæfa miða. Hörður segir að leyst verði úr því ef að því kemur. „Það er bara eitthvað sem við höfum ekki skoðað. Við vorum í svipuðu ferli í fyrra þegar búið var að selja töluvert magn af miðum. Þá gat fólk annað hvort fengið endurgreitt eða flutt miðann yfir á hátíðina í ár. Ég reikna með að það yrði eitthvað sams konar fyrirkomulag,“ segir Hörður. Hann segir að hvað sem verður muni skipuleggjendur fylgja tilmælum Almannavarna í einu og öllu. Fari hátíðin fram verði persónulegar sóttvarnir ítrekaðar og allt gert svo hátíðin geti farið sómasamlega fram. Að öllu óbreyttu er það stefnan. „Við stefnum að því að halda Þjóðhátíð og í dag eru engar samkomutakmarkanir í landinu. Á meðan svo er, þá fer Þjóðhátíð fram.“ Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segist ekki vera í stöðu til að geta sér til um hvort gripið verði til aðgerða, og þá hvers eðlis þær verða. Fréttastofa ræddi við hann í dag áður en tölur um smit gærdagsins voru gerðar ljósar. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Við höfum ákveðna ónotatilfinningu fyrir því að það verði gripið til aðgerða,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Í gær greindust 56 manns með kórónuveiruna hér á landi, meirihlutinn bólusettur. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að ekki væri á dagskrá hjá sér í dag að skila minnisblaði um aðgerðir til heilbrigðisráðherra. Það væri þó alltaf í skoðun og grípa þyrfti til einhvers konar aðgerða. Innan við tvær vikur eru í Þjóðhátíð og segir Hörður að best væri að fá botn í málið sem fyrst. „Undirbúningur er allur á fullu og skipulag hátíðarinnar er á lokametrunum. Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra.“ Í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum er alla jafna margt um mannin um Verslunarmannahelgina.Vísir/Sigurjón Fari svo að Þjóðhátíð fari ekki fram í ár munu margir tilvonandi gestir hátíðarinnar sitja uppi með ónothæfa miða. Hörður segir að leyst verði úr því ef að því kemur. „Það er bara eitthvað sem við höfum ekki skoðað. Við vorum í svipuðu ferli í fyrra þegar búið var að selja töluvert magn af miðum. Þá gat fólk annað hvort fengið endurgreitt eða flutt miðann yfir á hátíðina í ár. Ég reikna með að það yrði eitthvað sams konar fyrirkomulag,“ segir Hörður. Hann segir að hvað sem verður muni skipuleggjendur fylgja tilmælum Almannavarna í einu og öllu. Fari hátíðin fram verði persónulegar sóttvarnir ítrekaðar og allt gert svo hátíðin geti farið sómasamlega fram. Að öllu óbreyttu er það stefnan. „Við stefnum að því að halda Þjóðhátíð og í dag eru engar samkomutakmarkanir í landinu. Á meðan svo er, þá fer Þjóðhátíð fram.“
Þjóðhátíð í Eyjum Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira