Skoraði fyrstu mörkin í MLS gegn stjörnuliði Inter og trónir á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 07:31 Carles Gil fagnar Arnór Ingva eftir annað af mörkum hans í leiknum. @NERevolution Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö mörk í sigri New England Revolution á Inter Miami í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum í nótt. Voru þetta fyrstu mörk hans fyrir félagið. Er liðið því enn á toppi Austurdeildar. Guðmundur Þórarinsson spilaði nær allan leikinn í 1-0 sigri New York City á CF Montréal en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp síðarnefnda liðsins. Fyrrum fótboltamaðurinn David Beckham á Inter Miami en liðið er á sínu fyrsta tímabili í MLS-deildinni. Lítið hefur gengið hjá lærisveinum Phil Neville það sem af er tímabili og gæti sæti Neville verið heitt eftir útreiðina sem liðið fékk í nótt. Arnór Ingvi skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung með frábærum skalla af stuttu færi. That's got to feel so good for @NoriTrausta pic.twitter.com/fG7X7XqPfO— New England Revolution (@NERevolution) July 21, 2021 Staðan var orðin 2-0 eftir tæplega hálftíma leik og Arnór Ingvi gerði í raun út um leikinn á 36. mínútu með öðru marki sínu. Staðan var hins vegar orðin 4-0 í hálfleik og sigurinn svo gott sem kominn í hús. He's cool as ice The goals keep coming @NoriTrausta! pic.twitter.com/OM7Y9IFmiO— New England Revolution (@NERevolution) July 22, 2021 Revolution fullkomnaði niðurlæginguna með fimmta marki leiksins á 83. mínútu, lokatölur 5-0. Í liði Inter Miami voru Blaise Matuidi, Ryan Shawcross og Gonzalo Higuaín. Guðmundur Þórarinsson var í vinstri bakverði New York City og spilaði 83 mínútur í góðum 1-0 sigri á CF Montréal. Sigurmark leiksins skoraði Ismael Tajouri eftir tæplega hálftíma leik. Róbert Orri Þorkelsson gekk nýverið í raðir Montréal en hann var ekki í leikmannahóp liðsins í leiknum. Thanks for rocking with us We move pic.twitter.com/KUfLg2WtAC— New York City FC (@NYCFC) July 22, 2021 Arnór Ingvi og félagar tróna sem fyrr á toppi Austurdeildar MLS með 30 stig að loknum 15 umferðum. CF Montréal eru í 5. sæti með 22 stig eftir 14 leiki á meðan New York City er í 7. sæti með 20 stig eftir 13 leiki. Fótbolti MLS Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson spilaði nær allan leikinn í 1-0 sigri New York City á CF Montréal en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahóp síðarnefnda liðsins. Fyrrum fótboltamaðurinn David Beckham á Inter Miami en liðið er á sínu fyrsta tímabili í MLS-deildinni. Lítið hefur gengið hjá lærisveinum Phil Neville það sem af er tímabili og gæti sæti Neville verið heitt eftir útreiðina sem liðið fékk í nótt. Arnór Ingvi skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung með frábærum skalla af stuttu færi. That's got to feel so good for @NoriTrausta pic.twitter.com/fG7X7XqPfO— New England Revolution (@NERevolution) July 21, 2021 Staðan var orðin 2-0 eftir tæplega hálftíma leik og Arnór Ingvi gerði í raun út um leikinn á 36. mínútu með öðru marki sínu. Staðan var hins vegar orðin 4-0 í hálfleik og sigurinn svo gott sem kominn í hús. He's cool as ice The goals keep coming @NoriTrausta! pic.twitter.com/OM7Y9IFmiO— New England Revolution (@NERevolution) July 22, 2021 Revolution fullkomnaði niðurlæginguna með fimmta marki leiksins á 83. mínútu, lokatölur 5-0. Í liði Inter Miami voru Blaise Matuidi, Ryan Shawcross og Gonzalo Higuaín. Guðmundur Þórarinsson var í vinstri bakverði New York City og spilaði 83 mínútur í góðum 1-0 sigri á CF Montréal. Sigurmark leiksins skoraði Ismael Tajouri eftir tæplega hálftíma leik. Róbert Orri Þorkelsson gekk nýverið í raðir Montréal en hann var ekki í leikmannahóp liðsins í leiknum. Thanks for rocking with us We move pic.twitter.com/KUfLg2WtAC— New York City FC (@NYCFC) July 22, 2021 Arnór Ingvi og félagar tróna sem fyrr á toppi Austurdeildar MLS með 30 stig að loknum 15 umferðum. CF Montréal eru í 5. sæti með 22 stig eftir 14 leiki á meðan New York City er í 7. sæti með 20 stig eftir 13 leiki.
Fótbolti MLS Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira