Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:07 Ríkisstjórn Íslands mun ræða tillögur sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innanlands á fundi í ráðherrabústaðnum á morgun. Vísir/Vilhelm Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37
Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31