Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2021 09:02 Stuðningsmenn Talibana fagna yfirtöku þeirra á landamærabænum Spin Boldaka fyrr í júlí. AP/Tariq Achkzai Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. Þetta kemur fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Suhail Shaheen, talsmann Talibana, sem er einnig meðlimur í samninganefnd þeirra. Shaheen sagði að Talibanar myndu ekki leggja niður vopn fyrr en Ghani væri kominn frá völdum og búið væri að mynda ríkisstjórn sem væri þóknanleg öllum fylkingum landsins sundraða. Hann kallaði Ghani stríðsmangara og sakaði hann um spillingu og að vilja verða einvaldur. Talibanar eru ekki þeir einu sem hafa sakað Ghani um spillingu og einræðistilburði og hefur vera hans í embætti verið sögð koma niður á samheldni ráðandi fylkinga í Afganistan. Suhail Shaheen, talsmaður Talibana.AP/Alexander Zemlianichenko Shaheen hélt því fram í viðtalinu að undir þessari nýju ríkisstjórn myndu konur fá að sækja vinnu, stunda nám og taka þátt í stjórnmálum. Þær þyrftu hins vegar að klæðast hijab-slæðu. Hann sagði einnig að konur myndu ekki þurfa fylgd karlkyns fjölskyldumeðlims þegar þær færu út. Orð ekki í samræmi við fregnir Þessi orð eru ekki í samræmi við fregnir sem berast frá yfirráðasvæðum Talibana í Afganistan. Þar eru Talibanar sagðir hafa sett konum umfangsmiklar hömlur og jafnvel brennt niður skóla. Fyrir skömmu voru í dreifingu myndbönd af vígamönnum Talibana skjóta hóp hermanna til bana, eftir að þeir gáfust upp. Samhliða sókn þeirra í Afganistan hafa Talibanar sömuleiðis markvisst unnið að því að myrða fólk sem hefur starfað með hersveitum Atlantshafsbandalagsins á undanförnum tuttugu árum. CNN sagði sögu Sohails Pardis en hann túlkaði fyrir bandaríska hermenn í rúmt ár. Í maí var hann á ferðalagi frá heimili sínu í Kabúl til nærliggjandi héraðs að sækja systur sína. Á ferð sinni kom hann þó að varðstöð Talibana þar sem hann var dreginn út úr bílnum og afhöfðaður. Hann hafði áður sagt vinum sínum frá því að honum hefði borist morðhótanir. Segjast fá morðhótanir Leiðtogar Talibana gáfu frá sér yfirlýsingu í júní þar sem þeir sögðu að Afganar sem hefðu starfað með erlendum herjum væru ekki í hættu. Hins vegar hafa fjölmargir þeirra sagt blaðamönnum CNN að líf þeirra séu í hættu og árásir hafi verið gerðar á þá. Um það bil átján þúsund Afganar sem störfuðu með sveitum NATO hafa sótt um leyfi til að setjast að í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur gefið út að seinna í þessum mánuði verði byrjað að flytja þá sem þegar hafa fengið samþykki frá Afganistan og til Bandaríkjanna eða annarra ríkja. Talibanar hafa einnig myrt fjölmarga blaðamenn og mannréttindasinna í Afganistan á undanförnu ári. Þar að auki hafa Talibanar markvisst unnið að því að myrða þjálfaða afganska flugmenn. Vilja ekki borgarastyrjöld Talibanar hafa náð tökum á stórum hlutum Afganistans og stjórna um það bil helmingi höfuðborga héraða landsins. Hröð sókn Talibana gegn stjórnarher landsins hefur leitt til þess að stríðsherrar landsins eru byrjaðir að mynda eigin sveitir vopnaðra manna á nýjan leik. Margir óttast nýja borgarastyrjöld, milli þessara sömu stríðsherra, eins og þá sem leiddi til þess að Talibanar tóku völd í Afganistan á tíunda áratug síðustu aldar. Shaheen segir Talibana ekki vilja nýja borgarastyrjöld. Það vildi enginn. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Suhail Shaheen, talsmann Talibana, sem er einnig meðlimur í samninganefnd þeirra. Shaheen sagði að Talibanar myndu ekki leggja niður vopn fyrr en Ghani væri kominn frá völdum og búið væri að mynda ríkisstjórn sem væri þóknanleg öllum fylkingum landsins sundraða. Hann kallaði Ghani stríðsmangara og sakaði hann um spillingu og að vilja verða einvaldur. Talibanar eru ekki þeir einu sem hafa sakað Ghani um spillingu og einræðistilburði og hefur vera hans í embætti verið sögð koma niður á samheldni ráðandi fylkinga í Afganistan. Suhail Shaheen, talsmaður Talibana.AP/Alexander Zemlianichenko Shaheen hélt því fram í viðtalinu að undir þessari nýju ríkisstjórn myndu konur fá að sækja vinnu, stunda nám og taka þátt í stjórnmálum. Þær þyrftu hins vegar að klæðast hijab-slæðu. Hann sagði einnig að konur myndu ekki þurfa fylgd karlkyns fjölskyldumeðlims þegar þær færu út. Orð ekki í samræmi við fregnir Þessi orð eru ekki í samræmi við fregnir sem berast frá yfirráðasvæðum Talibana í Afganistan. Þar eru Talibanar sagðir hafa sett konum umfangsmiklar hömlur og jafnvel brennt niður skóla. Fyrir skömmu voru í dreifingu myndbönd af vígamönnum Talibana skjóta hóp hermanna til bana, eftir að þeir gáfust upp. Samhliða sókn þeirra í Afganistan hafa Talibanar sömuleiðis markvisst unnið að því að myrða fólk sem hefur starfað með hersveitum Atlantshafsbandalagsins á undanförnum tuttugu árum. CNN sagði sögu Sohails Pardis en hann túlkaði fyrir bandaríska hermenn í rúmt ár. Í maí var hann á ferðalagi frá heimili sínu í Kabúl til nærliggjandi héraðs að sækja systur sína. Á ferð sinni kom hann þó að varðstöð Talibana þar sem hann var dreginn út úr bílnum og afhöfðaður. Hann hafði áður sagt vinum sínum frá því að honum hefði borist morðhótanir. Segjast fá morðhótanir Leiðtogar Talibana gáfu frá sér yfirlýsingu í júní þar sem þeir sögðu að Afganar sem hefðu starfað með erlendum herjum væru ekki í hættu. Hins vegar hafa fjölmargir þeirra sagt blaðamönnum CNN að líf þeirra séu í hættu og árásir hafi verið gerðar á þá. Um það bil átján þúsund Afganar sem störfuðu með sveitum NATO hafa sótt um leyfi til að setjast að í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur gefið út að seinna í þessum mánuði verði byrjað að flytja þá sem þegar hafa fengið samþykki frá Afganistan og til Bandaríkjanna eða annarra ríkja. Talibanar hafa einnig myrt fjölmarga blaðamenn og mannréttindasinna í Afganistan á undanförnu ári. Þar að auki hafa Talibanar markvisst unnið að því að myrða þjálfaða afganska flugmenn. Vilja ekki borgarastyrjöld Talibanar hafa náð tökum á stórum hlutum Afganistans og stjórna um það bil helmingi höfuðborga héraða landsins. Hröð sókn Talibana gegn stjórnarher landsins hefur leitt til þess að stríðsherrar landsins eru byrjaðir að mynda eigin sveitir vopnaðra manna á nýjan leik. Margir óttast nýja borgarastyrjöld, milli þessara sömu stríðsherra, eins og þá sem leiddi til þess að Talibanar tóku völd í Afganistan á tíunda áratug síðustu aldar. Shaheen segir Talibana ekki vilja nýja borgarastyrjöld. Það vildi enginn.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira