Öruggt hjá norska liðinu í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:15 Þórir Hergeirsson vonast eftir öðru Ólympíugulli sínu sem þjálfari norska liðsins. Getty/Oliver Hardt Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan 39-27 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Norska liðið var með öll völd vellinum frá upphafi leiks í morgun og leiddi með átta marka mun í hálfleik, 18-10. Liðið bætti 21 marki til viðbótar í síðari hálfleik og niðurstaðan tólf marka sigur, 39-27. Línumaðurinn Kari Brattset Dale var markahæst í norska liðinu með ellefu mörk en Veronica Kristiansen skoraði sjö. Þá átti Silje Solberg góðan dag í markinu er hún varði 18 skot, 43% þeirra sem komu á markið. Þórir hefur verið hluti af teyminu kringum norska landsliðið frá 2001 en verið aðalþjálfari þess frá 2009. Hann stýrði liðinu til gullverðlauna á ÓL í Lundúnum 2012 en hlaut brons í Ríó 2016. Eftir sigur dagsins er Noregur á toppi A-riðils keppninnar vegna hagstæðustu markatölunnar. Ekki langt á eftir eru Holland og Svartfjallaland sem einnig unnu örugga sigra. Lois Abbingh var líkt og oft áður markahæst í hollenska landsliðinu, með sjö mörk, í 32-21 sigri á heimakonum í Japan en Holland hafði, líkt og Noregur, leitt 18-10 í hléi. Svartfjallaland vann þá einnig ellefu marka sigur, 33-22, á Angóla. Hægri skyttan Jovanka Radičević skoraði tólf mörk fyrir þeir svartfellsku. Mesta spennan í B-riðlinum Spennan var meiri í eina leik B-riðils sem er yfirstaðinn í Tókýó í dag. Ríkjandi Ólympíumeistarar Rússlands gerðu þar jafntefli við Ameríkumeistara Brasilíu í hörkuleik. Rússland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleik. En Brasilía sneri taflinu við í kjölfarið þegar liðið komst í 22-20. Þær rússnesku skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast yfir, 23-22, og svo aftur 24-23, en þeim brasilísku tókst að næla sér í stig með jöfnunarmarki. Úrslitin 24-24. Tveir aðrir leikir eru á dagskrá í B-riðlinum í dag. Spánn mætir Svíþjóð klukkan 10:30 og Ungverjarland mætir Frakklandi klukkan 12:30.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira