Sautján ára stelpa sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 09:30 Lydia Jacoby trúði varla eigin augum þegar hún sá að hún hafði unnið gullið. AP/Matthias Schrader Það voru söguleg úrslit í sundkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. Bandaríkjamenn töpuðu þá baksundi í fyrsta sinn síðan á leikunum 1992 en eignuðust um leið sinn fyrsta Ólympíumeistara frá Alaska. Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira