„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 16:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira