Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 19:35 Alma D. Möller segir að það sé til skoðunar að taka upp hraðpróf í meiri mæli, til dæmis fyrir fjölmenna viðburði. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. „Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Það er verið að skoða notkun hraðprófa í meiri mæli og verður settur sérstakur hópur í það. Það getur vel verið að til lengri tíma verði einmitt meira notað af þeim fyrir fjölmenna viðburði og þess háttar,” segir Alma Möller landlæknir. Hér á landi eru hraðpróf notuð af heilsugæslunni til að sýna fram á neikvæða niðurstöðu á landamærum Annars staðar í heiminum eru hraðpróf notuð á fjölmennum vinnustöðum og í skólum, svo dæmi séu tekin, og í Frakklandi hafa verið settir upp sérstakir hraðprófsbásar fyrir fólk á leið á næturlífið. Sömuleiðis er þar gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu prófi áður en það sækir vinsæla ferðamannastaði. Sama var upp á teningnum fyrir fjölmenna tónlistarhátíð í Bretlandi í nýliðinni viku og í Austurríki, Belgíu og Danmörku eru prófin notuð í miklum mæli, svo dæmi séu tekin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að taka prófin í meiri notkun. „Það er í farvatninu og við erum að tala um að við séum tilbúin að taka við hraðprófum hjá fólki sem er að koma til landsins en ekki bara PCR-prófum þannig að útbreiðslan verður meiri og þetta er eitthvað sem mér finnst að við þurfum að skoða á stórum vinnustöðum og svo framvegis, hvort það sé rétt að taka með reglubundnum hætti hraðpróf,” segir hún. Aðspurð segir hún þó ekki standa til bjóða upp á svokölluð heimapróf sem fólk geti sjálft keypt í apótekum, en það er hægt víða í Evrópu. „En þetta mun örugglega verða partur af þessari nýju mynd í bólusetningum á Íslandi,“ segir Svandís Alma tekur undir. „Landspítalinn er að ríða á vaðið og notar hraðpróf við skimun innanhúss þannig að við munum sjá hvernig það kemur út. En við höfum alltaf viljað nota PCR-prófin því þau eru best en kannski til lengri tíma munu hraðprófin koma meira inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira