Björgvin Karl upp í annað sætið eftir aðra grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Björgvin Karl er í góðum gír á heimsleikunum í Madison. Björgvin Karl Guðmundsson er í toppbaráttunni í keppni karla á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er jafn tveimur öðrum í öðru sæti keppninnar eftir tvær greinar. Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti. CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Björgvin Karl var sjötti eftir mjög svo krefjandi fyrstu grein þar sem keppendur syntu 1600 metra á sundblöðkum áður en þeir fóru yfir þrjá kílómetra á kajak á opnu vatni við Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum þar sem leikarnir fara fram. Í annarri grein dagsins þurftu keppendur að draga tæplega 100 kg sleða eftir braut áður en þeir sneru níðþungum ílöngum kassa, eða svokölluðu svíni (e. pig flips), sem vó 230 kg fimm sinnum. Þá tóku við tólf upphífingar í hringjum, og svo tólf upphífingar á stöng þar sem lyfta þarf mjöðm að stönginni (e. muscle-ups). Þetta fernt var svo endurtekið í öfugri röð til að klára hringinn. Kanadamaðurinn Patrick Vellner stóð sig best í brautinni og kláraði hana á 7:42,42 mínútum, hann er í 14. sæti eftir tvær greinar þar sem hann var 35. í fyrstu greininni. Finninn Jonne Koski sem var fyrstur í mark í fyrstu grein dagsins heldur efsta sætinu eftir að hafa verið ellefti á 9:02,46 mín. Næstur á eftir honum er Björgvin Karl Guðmundsson sem kláraði brautina á 8:45,81 mín. Hann var níundi að klára aðra greinina og sjötti í þeirri fyrstu sem dugar honum í annað sætið með 161 stig, aðeins sex stigum á eftir Koski. Hann er jafn bæði Serbanum Lazar Djukic og Kanadamanninum Brent Fikowski sem einnig eru með 161 stig. Næstur kemur landi Fikowski, Samuel Cournoyer, með 158 stig. Annie Mist fyrst íslensku kvennanna - Toomey með yfirburði Í kvennaflokki lágu sömu greinar fyrir og tóku þær sama hring, en þó með lægri þyngdir á bæði sleðanum og í svíninu. Fátt virðist fá Tiu-Clair Toomey, heimsmeistara síðustu fjögurra ára, stöðvað. Eftir sigur í fyrstu greininni var hún einnig fyrst í mark í þeirri næstu. Hún er því með örugga forystu með 200 stig af 200 mögulegum eftir fyrstu tvær greinarnar. Næst á eftir henni kemur heimakonan Haley Adams með 176 stig og Laura Horváth frá Ungverjalandi er þriðja með 173 stig. Annie Mist Þórisdóttir var fyrst íslensku keppendanna í mark en hún var sjötta að klára brautina á tímanum 10:32,40 mín. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði naumlega í mark innan tímamarka, en ekki mátti vera lengur en tólf mínútur með brautina, hún kom í mark á 11:48,27 mín. Þuríður Erla Helgadóttir var yfir þeim mörkum og var 26. í röðinni að klára brautina. Annie Mist er í 10. sæti í heildina eftir fyrstu tvær greinarnar með 131 stig, Katrín Tanja er í 14. sæti með 116 stig En Þuríður Erla er með 62 stig í 30. sæti.
CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum