Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 11:12 Bólusetningar með þriðja skammti hefjast á sunnudaginn í Ísrael. getty/Amir Levy Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45