„Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 15:04 Húsflugan hefur hingað til talist meinlítið kvikindi en hún gerir íbúum í Grafarvogi lífið leitt. Og reyndar íbúum víðar um land. Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur. Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur.
Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira