Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 13:56 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira