Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2025 08:58 Gottlieb snjómokstursmaður telur að endurskoða þurfi verklagið við snjómokstur fyrir næstu snjókomu. Vísir/Anton Brink og aðsend Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Hjalti Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær að snjómokstur í Reykjavík hefði verið ófullnægjandi, til dæmis vegna nýrra verktaka. Hjalti sagði í viðtalinu að klakabakkarnir sem hafa verið fastir á götunum hafi myndast vegna þess að snjómoksturtæki hafi farið yfir og mokað en svo hafi haldið áfram að snjóa og bílar farið að aka yfir og þjappa þeim snjó sem var að kyngja niður. Þegar snjómoksturtækin hafi svo verið komin aftur hafi þau ráðið illa við snjóinn sem var þá þjappaður niður. Hjalti var einnig til viðtals í kvöldfréttum Sýnar um sama mál. Gottlieb er reyndur snjómokstursmaður og hefur mokað fyrir norðan, í Reykjavík og á Hellisheiðinni. Gottlieb, eða Gotti eins og hann er kallaður, segir um þetta viðtal að Hjalti hafi, eins og aðrir „toppar í Reykjavík“ reynt að fela sig bakvið „litla manninn“ eða snjómoksturmennina. Hjalti hafi verið að reyna að afsaka stöðuna. Hann segir snjómoksturmennina almennt fína og reyna að gera sitt besta en það sé einn og einn sem ekki vinni nægilega vel. Sem dæmi þyki honum undarlegt að snjómoksturmaður í Seiðakvísl í Árbæ hafi skilið eftir 20 til 30 metra í botnlanganum. Rætt var við íbúa í kvöldfréttunum í gær sem hafði verið innlyksa í þrjá daga því ekki hafði verið mokað. Engin töfralausn um klakabunka en saltið skipti máli Hvað varðar klakabunkana á götunum segir Gottlieb að hann hafi enga töfralausn en hans kenning sé sú að það sé saltað of mikið á meðan snjói. Slíkir klakabunkar hafa verið víða á götum höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og víða aðstæður afar erfiðar. „Á meðan þetta er að ganga yfir þá er ausið sama magni af salti á þetta og þetta hleðst bara upp og endar svona, því tækin eru ekki of stór sem eru að taka þetta, nema vörubílarnir sem eru með tönn,“ segir Gottlieb. Minni tæki eigi erfitt með að ná alveg niður að götu við slíkar aðstæður. Minnka saltið á Hellisheiði Gottlieb segir að á Hellisheiði sé það til dæmis þannig að ef frostið eykst og það er skafrenningur þá minnki snjómoksturmenn magnið af salti sem þeir dreifa. „Svo þegar hættir að skafa og frostið linar þá er allt í lagi að setja salt, þá vinnur saltið best,“ segir hann og að það sé ekki góð lausn að sanda því hann skolist niður í niðurföll. Á þjóðvegum sé gott að sanda brekkur sem verði flughálar. Gottlieb segir að á Hellisheiði sé reynt að passa að snjórinn verði aldrei svona mikill á Hellisheiði að hann geti fest sig eins og hann hefur gert í Reykjavík. Frá Rauðavatni að Hveragerði eru um 37 kílómetrar, göturnar sem þarf að moka í Reykjavík eru hundruð kílómetrar. Fram hefur komið að tækin sem eru notuð til að moka í Reykjavík séu um 30. Vanti töluvert upp á Gottlieb segist ekki hafa svar við því hvernig eigi að leysa þetta, hann myndi þurfa að skoða, en það sé augljóst að það vanti töluvert upp á. Hann segir nauðsynlegt að skafa um leið og byrjar að snjóa svo það verði ekki að klökum, annars sé ekki hægt að keyra göturnar. Gottlieb var fyrir mörgum árum að moka gangstéttir í Reykjavík og segir að saltmagnið sem hafi verið notað á þeim tíma hafi verið allt of mikið. Hann telur að það megi minnka verulega notkunina og þá sérstaklega á meðan snjóar. Svo megi bæta í. Ákveðnar reglur gilda víðast hvar um snjómokstur. Gottlieb segir sumar þeirra út úr kú og nefnir að til dæmis megi ekki moka fyrr en snjódýpt er 15 sentímetrar. Hann segir þörf á að reglurnar séu settar í samráði við snjómoksturmennina, það eigi ekki bara að vera skrifstofufólk sem setji slíkar reglur. Veður Færð á vegum Snjómokstur Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. 31. október 2025 07:11 Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. 29. október 2025 08:41 Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. 29. október 2025 07:51 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Hjalti Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær að snjómokstur í Reykjavík hefði verið ófullnægjandi, til dæmis vegna nýrra verktaka. Hjalti sagði í viðtalinu að klakabakkarnir sem hafa verið fastir á götunum hafi myndast vegna þess að snjómoksturtæki hafi farið yfir og mokað en svo hafi haldið áfram að snjóa og bílar farið að aka yfir og þjappa þeim snjó sem var að kyngja niður. Þegar snjómoksturtækin hafi svo verið komin aftur hafi þau ráðið illa við snjóinn sem var þá þjappaður niður. Hjalti var einnig til viðtals í kvöldfréttum Sýnar um sama mál. Gottlieb er reyndur snjómokstursmaður og hefur mokað fyrir norðan, í Reykjavík og á Hellisheiðinni. Gottlieb, eða Gotti eins og hann er kallaður, segir um þetta viðtal að Hjalti hafi, eins og aðrir „toppar í Reykjavík“ reynt að fela sig bakvið „litla manninn“ eða snjómoksturmennina. Hjalti hafi verið að reyna að afsaka stöðuna. Hann segir snjómoksturmennina almennt fína og reyna að gera sitt besta en það sé einn og einn sem ekki vinni nægilega vel. Sem dæmi þyki honum undarlegt að snjómoksturmaður í Seiðakvísl í Árbæ hafi skilið eftir 20 til 30 metra í botnlanganum. Rætt var við íbúa í kvöldfréttunum í gær sem hafði verið innlyksa í þrjá daga því ekki hafði verið mokað. Engin töfralausn um klakabunka en saltið skipti máli Hvað varðar klakabunkana á götunum segir Gottlieb að hann hafi enga töfralausn en hans kenning sé sú að það sé saltað of mikið á meðan snjói. Slíkir klakabunkar hafa verið víða á götum höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og víða aðstæður afar erfiðar. „Á meðan þetta er að ganga yfir þá er ausið sama magni af salti á þetta og þetta hleðst bara upp og endar svona, því tækin eru ekki of stór sem eru að taka þetta, nema vörubílarnir sem eru með tönn,“ segir Gottlieb. Minni tæki eigi erfitt með að ná alveg niður að götu við slíkar aðstæður. Minnka saltið á Hellisheiði Gottlieb segir að á Hellisheiði sé það til dæmis þannig að ef frostið eykst og það er skafrenningur þá minnki snjómoksturmenn magnið af salti sem þeir dreifa. „Svo þegar hættir að skafa og frostið linar þá er allt í lagi að setja salt, þá vinnur saltið best,“ segir hann og að það sé ekki góð lausn að sanda því hann skolist niður í niðurföll. Á þjóðvegum sé gott að sanda brekkur sem verði flughálar. Gottlieb segir að á Hellisheiði sé reynt að passa að snjórinn verði aldrei svona mikill á Hellisheiði að hann geti fest sig eins og hann hefur gert í Reykjavík. Frá Rauðavatni að Hveragerði eru um 37 kílómetrar, göturnar sem þarf að moka í Reykjavík eru hundruð kílómetrar. Fram hefur komið að tækin sem eru notuð til að moka í Reykjavík séu um 30. Vanti töluvert upp á Gottlieb segist ekki hafa svar við því hvernig eigi að leysa þetta, hann myndi þurfa að skoða, en það sé augljóst að það vanti töluvert upp á. Hann segir nauðsynlegt að skafa um leið og byrjar að snjóa svo það verði ekki að klökum, annars sé ekki hægt að keyra göturnar. Gottlieb var fyrir mörgum árum að moka gangstéttir í Reykjavík og segir að saltmagnið sem hafi verið notað á þeim tíma hafi verið allt of mikið. Hann telur að það megi minnka verulega notkunina og þá sérstaklega á meðan snjóar. Svo megi bæta í. Ákveðnar reglur gilda víðast hvar um snjómokstur. Gottlieb segir sumar þeirra út úr kú og nefnir að til dæmis megi ekki moka fyrr en snjódýpt er 15 sentímetrar. Hann segir þörf á að reglurnar séu settar í samráði við snjómoksturmennina, það eigi ekki bara að vera skrifstofufólk sem setji slíkar reglur.
Veður Færð á vegum Snjómokstur Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. 31. október 2025 07:11 Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. 29. október 2025 08:41 Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. 29. október 2025 07:51 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. 31. október 2025 07:11
Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. 29. október 2025 08:41
Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. 29. október 2025 07:51