Aberdeen mun mæta Breiðabliki í 3.umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu næstkomandi fimmtudag en í dag tóku þeir á móti Dundee United í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar.
Skemmst er frá því að segja að Aberdeen vann sannfærandi 2-0 sigur þar sem Írinn Jonny Hayes og Bandaríkjamaðurinn Christian Ramirez voru á skotskónum á Pittodrie leikvangnum.
The Dons open the league season with victory at Pittodrie in front of the Red Army.
— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 1, 2021
COYR! #StandFree pic.twitter.com/UWYkr2jXW7
Aberdeen hefur á að skipa öflugu liði í ár. Meðal leikmanna liðsins er harðjaxlinn Scott Brown sem hefur verið andlit Celtic undanfarinn áratug en hann færði sig um set í Skotlandi í sumar og er spilandi aðstoðarþjálfari Aberdeen. Hann lék allan leikinn á miðju Aberdeen við hlið skoska ungstirnisins Lewis Ferguson.