YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 17:25 YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann vegna myndbanda sem talin eru draga alvarleika heimsfaraldursins í efa. Getty/Anadolu Agency Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira