Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 07:31 Samkvæmt frétt Guardian greinast um 2.200 einstaklingar með umrætt krabbamein á ári hverju í Bretlandi. Getty Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli. Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli.
Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira