Sjáðu enn eina markaveisluna sem Blikar buðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 15:01 Breiðablik hefur skorað 22 mörk í sjö heimaleikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/Hafliði Breiðfjörð Breiðablik bauð upp á enn eina markaveisluna á Kópavogsvelli þegar liðið sigraði Víking, 4-0, í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi Max-deildar karla í gær. Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli í sjö deildarleikjum í sumar. Breiðablik er langmarkahæsta lið deildarinnar með 33 mörk. Víkingur hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum í gær og gestirnir byrjuðu betur. En um miðbik fyrri hálfleik náðu heimamenn tökum á leiknum og þeir komust yfir á 34. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingurinn ungi var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar. Jason Daði er orðinn markahæsti leikmaður Blika í deildinni með sex mörk. Klippa: Breiðablik 4-0 Víkingur Breiðablik kláraði svo leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir fyrirgjöf Höskuldar og sjö mínútum síðar ýtti Gísli Eyjólfsson boltanum yfir línuna eftir undirbúning Jasons Daða. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar. Blikar eru með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Valsmanna sem mæta KR-ingum annað kvöld. Víkingar eru áfram í 2. sætinu með 29 stig. Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01 Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13 Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli í sjö deildarleikjum í sumar. Breiðablik er langmarkahæsta lið deildarinnar með 33 mörk. Víkingur hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum í gær og gestirnir byrjuðu betur. En um miðbik fyrri hálfleik náðu heimamenn tökum á leiknum og þeir komust yfir á 34. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingurinn ungi var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar. Jason Daði er orðinn markahæsti leikmaður Blika í deildinni með sex mörk. Klippa: Breiðablik 4-0 Víkingur Breiðablik kláraði svo leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir fyrirgjöf Höskuldar og sjö mínútum síðar ýtti Gísli Eyjólfsson boltanum yfir línuna eftir undirbúning Jasons Daða. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar. Blikar eru með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Valsmanna sem mæta KR-ingum annað kvöld. Víkingar eru áfram í 2. sætinu með 29 stig. Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01 Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13 Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01
Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13
Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51