Menningarlegt vandamál Jónas Elíasson skrifar 3. ágúst 2021 16:01 Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum. Efst á blaði er loftslagsvandinn, með svo mögnuðum heimsendaspádómum að börn eru frávita af skelfingu. Ekki bara sænski táningurinn frægi. Íslensk börn eru farin að tjá skelfingu sína á Rás 1. Mengun er svo yfirleitt næst í röðinni. Gera þurfi allt sem hægt er til að draga úr henni. Og svo er það nýjasta bölið sem er bílamenningin, (sjá t.d. Rakel Guðmundsdóttir í Kjarnanum 24. júlí 2021). Óvönduð umræða Stóri vandinn sem blasir hér við er sá, að fólk sem tekur þátt í umræðunni virðist sjá litla sem enga þörf á því að kynna sér málin, þrátt fyrir gnótt ágætra upplýsinga á netinu. Þetta á ekki hvað síst við loftslagspredikara. Þeir sýna lítinn sem engan áhuga á loftslagssögunni. Mengunarpostular hafa ekki fyrir því að kynna sér tölur á loftgæðasíðum og andstæðingar bílamenningar hafa minni en engan áhuga á því að mæta samgönguþörf nútímaþjóðfélags. Fínu nöfnin Þetta er þó ekki aðalmálið. Stærsti vandinn felst í stjórnmálamönnum sem vaða fram með miklar fyrirætlanir um að laga loftslagið, mengunina og bílamenninguna, oftar en ekki í einum pakka með einhverju fínu nafni og með það að markmiði að sópa að sér atkvæðum fólks sem bíður óþreyjufullt eftir, jafnvel bara einhverjum, aðgerðum heiminum til bjargar. Pólitíski áróðurinn Þessar áætlanir með fínu nöfnin eru misvondar. Loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gerir hvorki eitt eða neitt fyrir loftslagið, en stór partur af þeim fjármunum færi sjálfsagt í landgræðslu og skógrækt hvort eð er. Þarna er því fyrst og fremst verið að breyta heiti á útgjaldaliðum. Á hinum endanum, höfum við svo borgarlínuna, fokdýra framkvæmd sem munu skila litlum sem engum árangri. Fullt af fólki heldur að borgarlínan sé til bjargar loftslaginu, menguninni og til að berja niður bílamenninguna, allt í einum pakka. Þennan misskilning má rekja til þess þunga pólitíska áróðurs sem haldið hefur verið á lofti þess efnis að útblástur minnki, mengun verði minni og bílum fækki. Til að sjá að þessu er þveröfugt farið, þarf ekki annað en ná í aðgengilegar upplýsingar, gera útreikninga sem komast fyrir aftan á umslagi og í þetta þarf bara þá stærðfræðikunnáttu sem dugar fyrir matreiðslunámskeið. Á samgongurfyriralla.is má sjá þetta nánar útfært. Sannleikur að hluta til Það skaðlega við þetta er, þegar menntamenn eru dregnir inn í svona áætlanir, látnir vitna um ágæti framtaksins með því að svara einhverjum þröngum spurningum og skrifa skýrslur um. Það má skrifa langar skýrslur um hvað sparast mikill útblástur með því að setja um 200 strætóa á rafmagn, og það má alveg sleppa því að setja í skýrsluna spurninguna um af hverju það er ekki búið að setja Strætó bs á rafmagn fyrir löngu. Það má skrifa um hvað fækkun um 10.000 bíla minnkar rykmengun og sleppa síðan því að eini virkilega heilsuspillandi mengunartoppurinn á höfuðborgarsvæðinu er á gamlárskvöld og nýársdag. Það þarf heldur ekkert að minnast á það, að engar líkur eru á því að bílum fækki nokkuð svo muni um á næstu áratugum. Til þess er ferðatími að meðaltali of stuttur á höfuðborgarsvæðinu og meðalhraði strætó of lágur. Samkeppnisstaða almenningssamganga við einkabílinn er m.ö.o. ansi snúin. Vandaðar rannsóknir og áætlanir eru nauðsynlegar til að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar. en það sem að hér er talið virkar í hina áttina. Þegar er farið að bera á BS og MS ritgerðum í háskólunum í sama stíl og skýrslurnar sem lýst er á undan. Þetta er mikill skaði og er ábyrgð þeirra pólitíkusa mikil sem hér koma að málum. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun