Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2021 08:03 Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að ferðast til Íslands í sumar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. Ísland hefur verið í næstlægsta áhættuflokki hjá stofnuninni þar sem útbreiðsla Covid-19 hér á landi var metin lítil. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa hins vegar rokið upp, og hefur það aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna uppfærði ferðaráð sín með tilliti til Íslands á mánudaginn. Er Ísland nú á stigi þrjú, sem metið er sem næsthæsti áhættuflokkurinn. Metur stofnunin það sem svo að útbreiðsla Covid-19 sé mikil á Íslandi. Það sem helst breytist með hinni nýju áhættuflokkun Íslands er að óbólusettum ferðalöngum frá Bandaríkjunum er eindregið ráðið frá því að ferðast til Íslands. Áfram er Bandaríkjamönnum ráðlagt að vera fullbólusettir áður en þeir ferðast til Íslands, en sú ráðlegging var einnig í gildi áður. Sóttvarnarstofnunin varar hins vegar því að vegna mikillar útbreiðslu Covid-19 hér á landi séu allir ferðalangar í hættu á að smitast komi þeir til Íslands. Auk þess eru ferðalangar hvattir til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir á Íslandi, þar á meðal að ganga um með grímu þegar við á og tryggja tveggja metra fjarlægð. Bandarískir ferðamenn hafa streymt hingað til lands í sumar. Komið hefur fram að þeir Bandaríkjamenn sem hingað hafi komið séu nær allir bólusettir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 „Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20. júlí 2021 19:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ísland hefur verið í næstlægsta áhættuflokki hjá stofnuninni þar sem útbreiðsla Covid-19 hér á landi var metin lítil. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa hins vegar rokið upp, og hefur það aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna uppfærði ferðaráð sín með tilliti til Íslands á mánudaginn. Er Ísland nú á stigi þrjú, sem metið er sem næsthæsti áhættuflokkurinn. Metur stofnunin það sem svo að útbreiðsla Covid-19 sé mikil á Íslandi. Það sem helst breytist með hinni nýju áhættuflokkun Íslands er að óbólusettum ferðalöngum frá Bandaríkjunum er eindregið ráðið frá því að ferðast til Íslands. Áfram er Bandaríkjamönnum ráðlagt að vera fullbólusettir áður en þeir ferðast til Íslands, en sú ráðlegging var einnig í gildi áður. Sóttvarnarstofnunin varar hins vegar því að vegna mikillar útbreiðslu Covid-19 hér á landi séu allir ferðalangar í hættu á að smitast komi þeir til Íslands. Auk þess eru ferðalangar hvattir til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir á Íslandi, þar á meðal að ganga um með grímu þegar við á og tryggja tveggja metra fjarlægð. Bandarískir ferðamenn hafa streymt hingað til lands í sumar. Komið hefur fram að þeir Bandaríkjamenn sem hingað hafi komið séu nær allir bólusettir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 „Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20. júlí 2021 19:23 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31
„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20. júlí 2021 19:23