„Eðlilegt líf“ undir kjafti byssunnar Einar Steinn Valgarðsson og Hjálmtýr Heiðdal skrifa 4. ágúst 2021 14:31 Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér. Stefán Einar Stefánsson blaðamaður skrifar grein í Morgunblaðið 6. maí með fyrirsögninni „Illa dulið gyðingahatur“. Grein Stefáns er svar við grein sem við skrifuðum um skrif Stefáns um rauðvínsframleiðslu á herteknu landi í Palestínu. Eins og alvanalegt er hjá þeim sem vilja verja ofbeldi Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum, þá byrjar Stefán grein sína á því að útmála okkur sem gyðingahatara, og ef trúa má Stefáni, þá höfum við tekið upp kyndilinn sem féll úr hendi Hitlers á sínum tíma. En ávirðingar Stefáns Einars í okkar garð eru ekki meginatriði, meginatriðið er að hann reynir að blekkja lesendur með fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Í grein Stefáns Einars er nokkrar lykilsetningar: „Í þessum aðstæðum gera almennir borgarar, jafnt Ísraelar og Palestínumenn, tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“. Enn fremur: „Er aðdáunarvert að fylgjast með fólkinu, m. a. á Vesturbakkanum, nýta sér ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu til að skapa sér og sínum góð lífsskilyrði...Þar starfa gyðingar og Palestínumenn hlið við hlið. Hagsmunir þeirra eru samofnir.“ Þessi skrif Stefáns eru annað hvort dæmi um hrópandi vanþekkingu eða sýna okkur að hann er sérlega ósvífinn. Við látum lesendum eftir að komast að niðurstöðu um það. Staðreyndin er sú að milljónir Palestínumanna, bæði þeir sem búa innan Ísraels og og þeir sem búa á Vesturbakkanum og Gaza, lifa ekki eðlilegu lífi, þ.e. ef menn telja eðlilegt líf að vera frjáls til orða og athafna, geta ferðast; í stuttu máli að njóta mannréttinda eins og siðsamt fólk telur að allir eigi að njóta. Það er ekki ógn frá Íran sem hindrar að lífið sé eðlilegt eins og Stefán skrifar, það er kúgun Ísraelsríkis á Palestínumönnum sem er orsök vandans. Palestínumenn sem búa innan Ísraels geta ekki valið sér bústað að eigin ósk, það er í raun þannig að stór hluti Ísraelsríkis er þeim lokaður þótt þeir teljist vera lögmætir íbúar landsins. Þeir geta sjaldnast fengið leyfi til að byggja hús. Þeir geta ekki endurheimt eigur sínar sem var stolið af þeim við stofnun Ísraelsríkis. Þeir geta ekki gifst ef ástin þeirra hlýtur ekki náð ísraelskra yfirvalda. Ekkert af þessu er eðlilegt og uppfyllir engar vonir þessa fólks. Og það er vegna þess að fólkið býr í ríki sem skilgreinir sig með lögum sem ríki meirihlutans en ekki ríki allra landsmanna burtséð frá uppruna og trú. Íbúar Vesturbakkans búa við hernám og eru ofurseldir Ísraelsher, sem ræður öllum samgöngum að geðþótta hermannanna. Palestínskir bændur eru rændir ökrum sínum og skotnir ef þeir mótmæla. Íbúar Vesturbakkans eru innikróaðir með múr sem klýfur byggðir þeirra og hindrar alla framþróun. Ísraelsher fangelsar börn og beitir þau bæði andlegum og líkamlegum pyntingum. Íbúar Austur-Jerúsalem missa hús sín í hendur ofsatrúargyðingum sem njóta stuðnings Ísraelshers. Íbúar Gazastrandarinnar eru í herkví, enginn fer þangað eða þaðan nema með leyfi Ísraelshers. Atvinnulíf er á heljarþröm sökum herkvíarinnar, vatn er af skornum skammti og einnig rafmagn, m.a. sökum þess að her Ísraels hindrar aðdrætti til viðgerða á tækjabúnaði. Fiskimenn á Gaza hætta lífi og limum er þeir reyna að sækja björg í bú. Varðbátar Ísraelshers hindra þá í að sækja gjöful fiskimið og hafa drepið marga sjómenn sem eru fyrirvinnur heimila sinna. Kannski útskýrir Stefán Einar fyrir okkur hvernig menn geti gert „tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“ við þessar aðstæður sem hér er lýst og eru hvergi ýktar eða fullnægjandi til að lýsa því ástandi sem þarna ríkir. Þessi fáránlega lýsing á „samofnum hagsmunum“ kúgarans og þess kúgaða er svo út úr kú að það læðist að manni sá grunur að Stefán Einar vilji ekki að orð hans séu tekin alvarlega. Það væri forvitnilegt að fá Stefán Einar til að lýsa lífinu á baðmullarökrum Suðurríkja Bandaríkjanna um 1850, bara smá greinarkorn um samofna hagsmuni þrælanna og þrælahaldarans! Stefán Einar heldur því fram að Félagið Ísland-Palestína sé móti tilveru Ísraelsríkis, að það sé opinber stefna félagsins. Þetta er rangt, á vefsíðu félagsins má lesa eftirfarandi um markmið félagsins: „Að beita sér fyrir því, að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraela og Palestínumanna á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.“ Stefán Einar, sem hvetur Íslendinga til þess að kaupa vín sem er framleitt með ólöglegum hætti á landi sem hefur verið stolið, virðist ekki sáttur við þá niðurstöðu okkar að hann styðji mannréttindabrot Ísraelsríkis. Allt sem Stefán Einar hefur skrifað um þetta „vínmál“ snýst um að segja að þetta sé hið besta mál og verður hann að fyrirgefa okkur ef við höfum dregið rangar ályktanir og að hann styðji alls ekki mannréttindabrotin sem hann skrifar svo glaðbeittur um. Hann verður þá að útskýra það fyrir okkur og lesendum. Höfundar eru félagar í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér. Stefán Einar Stefánsson blaðamaður skrifar grein í Morgunblaðið 6. maí með fyrirsögninni „Illa dulið gyðingahatur“. Grein Stefáns er svar við grein sem við skrifuðum um skrif Stefáns um rauðvínsframleiðslu á herteknu landi í Palestínu. Eins og alvanalegt er hjá þeim sem vilja verja ofbeldi Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum, þá byrjar Stefán grein sína á því að útmála okkur sem gyðingahatara, og ef trúa má Stefáni, þá höfum við tekið upp kyndilinn sem féll úr hendi Hitlers á sínum tíma. En ávirðingar Stefáns Einars í okkar garð eru ekki meginatriði, meginatriðið er að hann reynir að blekkja lesendur með fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Í grein Stefáns Einars er nokkrar lykilsetningar: „Í þessum aðstæðum gera almennir borgarar, jafnt Ísraelar og Palestínumenn, tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“. Enn fremur: „Er aðdáunarvert að fylgjast með fólkinu, m. a. á Vesturbakkanum, nýta sér ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu til að skapa sér og sínum góð lífsskilyrði...Þar starfa gyðingar og Palestínumenn hlið við hlið. Hagsmunir þeirra eru samofnir.“ Þessi skrif Stefáns eru annað hvort dæmi um hrópandi vanþekkingu eða sýna okkur að hann er sérlega ósvífinn. Við látum lesendum eftir að komast að niðurstöðu um það. Staðreyndin er sú að milljónir Palestínumanna, bæði þeir sem búa innan Ísraels og og þeir sem búa á Vesturbakkanum og Gaza, lifa ekki eðlilegu lífi, þ.e. ef menn telja eðlilegt líf að vera frjáls til orða og athafna, geta ferðast; í stuttu máli að njóta mannréttinda eins og siðsamt fólk telur að allir eigi að njóta. Það er ekki ógn frá Íran sem hindrar að lífið sé eðlilegt eins og Stefán skrifar, það er kúgun Ísraelsríkis á Palestínumönnum sem er orsök vandans. Palestínumenn sem búa innan Ísraels geta ekki valið sér bústað að eigin ósk, það er í raun þannig að stór hluti Ísraelsríkis er þeim lokaður þótt þeir teljist vera lögmætir íbúar landsins. Þeir geta sjaldnast fengið leyfi til að byggja hús. Þeir geta ekki endurheimt eigur sínar sem var stolið af þeim við stofnun Ísraelsríkis. Þeir geta ekki gifst ef ástin þeirra hlýtur ekki náð ísraelskra yfirvalda. Ekkert af þessu er eðlilegt og uppfyllir engar vonir þessa fólks. Og það er vegna þess að fólkið býr í ríki sem skilgreinir sig með lögum sem ríki meirihlutans en ekki ríki allra landsmanna burtséð frá uppruna og trú. Íbúar Vesturbakkans búa við hernám og eru ofurseldir Ísraelsher, sem ræður öllum samgöngum að geðþótta hermannanna. Palestínskir bændur eru rændir ökrum sínum og skotnir ef þeir mótmæla. Íbúar Vesturbakkans eru innikróaðir með múr sem klýfur byggðir þeirra og hindrar alla framþróun. Ísraelsher fangelsar börn og beitir þau bæði andlegum og líkamlegum pyntingum. Íbúar Austur-Jerúsalem missa hús sín í hendur ofsatrúargyðingum sem njóta stuðnings Ísraelshers. Íbúar Gazastrandarinnar eru í herkví, enginn fer þangað eða þaðan nema með leyfi Ísraelshers. Atvinnulíf er á heljarþröm sökum herkvíarinnar, vatn er af skornum skammti og einnig rafmagn, m.a. sökum þess að her Ísraels hindrar aðdrætti til viðgerða á tækjabúnaði. Fiskimenn á Gaza hætta lífi og limum er þeir reyna að sækja björg í bú. Varðbátar Ísraelshers hindra þá í að sækja gjöful fiskimið og hafa drepið marga sjómenn sem eru fyrirvinnur heimila sinna. Kannski útskýrir Stefán Einar fyrir okkur hvernig menn geti gert „tilraun til þess að lifa eðlilegu lífi og uppfylla vonir sínar og væntingar til lífsins“ við þessar aðstæður sem hér er lýst og eru hvergi ýktar eða fullnægjandi til að lýsa því ástandi sem þarna ríkir. Þessi fáránlega lýsing á „samofnum hagsmunum“ kúgarans og þess kúgaða er svo út úr kú að það læðist að manni sá grunur að Stefán Einar vilji ekki að orð hans séu tekin alvarlega. Það væri forvitnilegt að fá Stefán Einar til að lýsa lífinu á baðmullarökrum Suðurríkja Bandaríkjanna um 1850, bara smá greinarkorn um samofna hagsmuni þrælanna og þrælahaldarans! Stefán Einar heldur því fram að Félagið Ísland-Palestína sé móti tilveru Ísraelsríkis, að það sé opinber stefna félagsins. Þetta er rangt, á vefsíðu félagsins má lesa eftirfarandi um markmið félagsins: „Að beita sér fyrir því, að Íslendingar leggi sitt af mörkum til þess að réttlát og friðsamleg lausn finnist á deilu Ísraela og Palestínumanna á grundvelli alþjóðaréttar og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og með tilliti til allra samþykkta Sameinuðu þjóðanna sem varða deiluna.“ Stefán Einar, sem hvetur Íslendinga til þess að kaupa vín sem er framleitt með ólöglegum hætti á landi sem hefur verið stolið, virðist ekki sáttur við þá niðurstöðu okkar að hann styðji mannréttindabrot Ísraelsríkis. Allt sem Stefán Einar hefur skrifað um þetta „vínmál“ snýst um að segja að þetta sé hið besta mál og verður hann að fyrirgefa okkur ef við höfum dregið rangar ályktanir og að hann styðji alls ekki mannréttindabrotin sem hann skrifar svo glaðbeittur um. Hann verður þá að útskýra það fyrir okkur og lesendum. Höfundar eru félagar í Félaginu Ísland-Palestína
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun