Hálf öld af hinseginstolti Anna María Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Pétursson skrifa 4. ágúst 2021 17:46 Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun