Bandarísku stelpurnar tryggðu sér bronsið eftir mikinn markaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 09:56 Reynsluboltarnir Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í bronsleiknum og hér fagna þær saman öðru marka Rapinoe. AP/Andre Penner Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta klúðraði tækifærinu á að spila um gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó en þær unnu bronsið í dag eftir sjö marka leik. Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira