Sér ekki eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig þrátt fyrir að hafa misst af Ólympíuleikunum vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2021 14:16 Bryson DeChambeau snýr á völlinn á WGC-FedEx St. Jude Invitational í dag. getty/Tracy Wilcox Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau sér ekki eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig þrátt fyrir að hafa misst af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa fengið kórónuveiruna. DeChambeau greindist með veiruna rétt áður en hann átti að fljúga til Tókýó. Fyrstu tvo dagana eftir að hafa greinst fann hann ekki fyrir neinum einkennum en þau komu fram síðar. DeChambeau sagðist hafa fundið fyrir þreytu og hefur misst 4-5 kg undanfarnar tvær vikur. DeChambeau fór ekki í bólusetningu og sér ekki eftir því þrátt fyrir að veiran hafi gert út um Ólympíudrauminn hans. „Bólusetning kemur ekki endilega í veg fyrir að þú smitist. Ég er enn ungur og vil frekar að eldra fólk sem þarf á því að halda verði bólusett. Mér finnst ekki gott að taka bóluefni frá einhverjum sem þarf það,“ sagði DeChambeau þrátt fyrir að engin vöntun sé á bóluefnum í Bandaríkjunum samkvæmt sóttvarnayfirvöldum þar í landi. DeChambeau útilokar samt ekki að láta bólusetja sig þegar fram líða stundir. Bandaríkjamaðurinn snýr aftur á golfvöllinn í dag þegar hann keppir á WGC-FedEx St. Jude Invitational. Landi DeChambeaus, Xander Schauffele, hrósaði sigri í golfkeppninni á Ólympíuleikunum. DeChambeau var ekki eini þekkti kylfingurinn sem gat ekki keppt á Ólympíuleikunum eftir að hafa greinst með veiruna því Spánverjinn Jon Rahm, efsti maður heimslistans, lenti í því sama. Hann greindist einnig með veiruna í júní á meðan Memorial-mótinu stóð. Golf Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
DeChambeau greindist með veiruna rétt áður en hann átti að fljúga til Tókýó. Fyrstu tvo dagana eftir að hafa greinst fann hann ekki fyrir neinum einkennum en þau komu fram síðar. DeChambeau sagðist hafa fundið fyrir þreytu og hefur misst 4-5 kg undanfarnar tvær vikur. DeChambeau fór ekki í bólusetningu og sér ekki eftir því þrátt fyrir að veiran hafi gert út um Ólympíudrauminn hans. „Bólusetning kemur ekki endilega í veg fyrir að þú smitist. Ég er enn ungur og vil frekar að eldra fólk sem þarf á því að halda verði bólusett. Mér finnst ekki gott að taka bóluefni frá einhverjum sem þarf það,“ sagði DeChambeau þrátt fyrir að engin vöntun sé á bóluefnum í Bandaríkjunum samkvæmt sóttvarnayfirvöldum þar í landi. DeChambeau útilokar samt ekki að láta bólusetja sig þegar fram líða stundir. Bandaríkjamaðurinn snýr aftur á golfvöllinn í dag þegar hann keppir á WGC-FedEx St. Jude Invitational. Landi DeChambeaus, Xander Schauffele, hrósaði sigri í golfkeppninni á Ólympíuleikunum. DeChambeau var ekki eini þekkti kylfingurinn sem gat ekki keppt á Ólympíuleikunum eftir að hafa greinst með veiruna því Spánverjinn Jon Rahm, efsti maður heimslistans, lenti í því sama. Hann greindist einnig með veiruna í júní á meðan Memorial-mótinu stóð.
Golf Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira