Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 23:02 Forsetinn hlær í betri bíl. Biden fékk að prufukeyra Jeep Wrangler 4xe Rubicon-blendingsbifreið við Hvíta húsið á viðburði um vistvæna bíla í dag. AP/Susan Walsh Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar. Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar.
Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43