Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 23:02 Forsetinn hlær í betri bíl. Biden fékk að prufukeyra Jeep Wrangler 4xe Rubicon-blendingsbifreið við Hvíta húsið á viðburði um vistvæna bíla í dag. AP/Susan Walsh Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar. Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur eftir féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar.
Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur eftir féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43